fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fókus

Djöfullegir tvífarar sem boða illsku og myrkur: Bölvunin sem þjakaði Emilie

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Laugardaginn 21. maí 2022 20:00

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Emilie Sagée elskaði starf sitt sem kennari og börnin elskuðu hana. En á 16 árum hafði Emilie kennt í hvorki meira né minna en 18 skólum og velti fólk fyrir sér hvernig á því stæði að þessi frambærilega kona næði hvergi að festa rætur. 

Emilie átti nefnilega tvífara, eða það sem kallað hefur verið ,,doppelgänger.” Annað eintak af Emilie sem fylgdi henni hvert hennar skref. Hugtakið hefur verið skilgreint sem ,,draugaleg hliðstæða lifandi manneskju.” Fyrirbærið kemur víða fyrir í fornri evrópskri þjóðtrú sem djöfullegir tvífarar sem nánast alltaf boða myrkur og illsku.

Mest er ógæfan ef maður sér sinn eigin tvífara en Emilie sá aftur á móti aldrei sinn.

Sem barn var Emilie hæglát og hafði sig ekki mikið í frammi í heimabæ sínum í Frakklandi þar sem foreldrar hennar ráku bakarí. Hún lék aldrei við önnur börn sem gerðu einfaldlega ráð fyrir að Sagée hjónin ættu tvíburastúlkur. Samt þótti sérkennilegt að ,,systurnar” töluðu aldrei saman og létu eins og þær vissu ekki hvor af annarri en hermdu nákvæmlega eftir hegðun hvor annarrar. Sagée fjölskyldan var vön þessum tvífara sem hafði fylgt Emilie frá fæðingu en til að hrella ekki bæjarbúa héldu foreldrar hennar henni heima. Þau fengu einnig kennara frá næsta bæ til að kenna henni í stað þess að senda hana í skóla.

Emilie fylltst reglulega mikilli þreytu og lá þá í einhvers konar móki á meðan að tvífarinn gekk um eins og ekkert væri. Aðspurð um hvað færi í gegnum huga hennar sagðist hana dreyma að hún hreyfði sig um, nákvæmlega eins og tvífarinn gerði meðan á mókinu stóð. 

Þrátt fyrir allt var Emile staðráðin í verða kennari og tókst henni að ná þeim áfanga með prýði.

Emilie var 32 ára árið 1846  þegar hún byrjaði að kenna í virtum heimavistarskóla, Pensionat von Neuwelcke og var það hennar nítjánda kennarastaða. 

Ekki leið á löngu þar til nemendur fóru að kvarta yfir því að þegar að Emilie væri að skrifa á töfluna og sneri baki í bekkinn, birtist hálfgegnsæ ímynd hennar að baki hennar. Tvífarinn hermdi eftir hreyfingum Emilie og settist við hlið hennar þegar að hún settist. Í eitt skiptið kraup Emille hjá nemenda og var að laga fald á kjól hennar. Nemandinn leit niður og sá tvö eintök af Emilie sauma kjólinn.

Það leið samstundis yfir stúlkuna. 

Eina manneskjan sem aldrei sá tvífarann var Emilie sjálf. 

Sagan um veru Emilie í Pensionat von Neuwelcke var skráð árið 1860 eftir frásögn eins nemanda hennar, Julie von Güldenstubbe.

Samkvæmt frásögn hennar var Emilie oft dösuð og þróttlaus þegar að tvífarinn birtist, eins og að hann sogaði úr henni orku á einhvern hátt. Fyrsti vikurnar hélt tvífarinn sig alfarið við hlið Emilie í heimavistarskólanum og hermdi eftir hreyfingum hennar. Nemendum og starfsfólki skólans fannst ástandið einkennilegt en hræddust það ekki beinlínis fyrr en 42 stúlkur sáu Emilie í garði framan við skólann að tína blóm. Nokkrum mínútum síðar gekk Emilie inn í skólastofuna, greinlega örmagna og settist í stól. Það var ekki fyrr en að einhver benti út um gluggann og kallaði að Emilie væri enn að tína blómin að stelpurnar urðu verulega skelfdar. Tvær af þeim hugrökkustu fóru út í garð og snertu tvífarann.

Sögðu þær það hafa verið eins og að stinga hendinni í gegnum lag af köngulóavefjum. 

Og nákvæmlega þetta var ástæðan fyrir örum vinnustaðaskiptum Emile. Þrátt fyrir að allir væru einhuga um kosti hennar sem kennara hafði Emilie verið beðin að yfirgefa alla skólana vegna ótta starfsfólks og nemenda. 

Sjálf gat Emilie enga skýringu gefið á þessum dularfulla tvíbura sem hún hafði enga stjórn á en hafði að stórum hluta eyðilagt alla hennar möguleika á að lifa eðlilegu lífi. 

Stúlkurnar í skólunum sögðu foreldrum sínum frá tvífaranum draugalega og voru sumar svo skelfdar að þær neituðu að stíga fæti inn í skólann aftur. Kvartanir frá foreldrum fóru að berast skólastýrunni sem í fyrstu aftók að láta Emilie fara og sagði hana eina af sínum allra bestu kennurum. En þegar að foreldrarnir hófu að fjarlægja dætur sínar úr skólanum sá skólastýran sér ekki annað fært en að segja Emilie upp störfum. 

Eins og fyrr pakkaði Emilie niður föggum sínum og hvarf á braut frá Pensionat von Neuwelcke, væntanlega ásamt tvífara sínum.

Ekki er vitað hvað varð um Emilie Sagée en það er mögulegt, og reyndar líklegt, að hún hafi skipt um nafn.  

Það er til fjöldi frásagna um ,,doppelgänger” og er ein sú frægasta af sjálfum Bandaríkjaforseta, Abraham Lincoln. Hann mun hafa nýfrétt af kosningu sinni sem forseta og fallið niður í sófa. Varð honum þá litið upp og sá þar eigin andliti bregða fyrir í spegli, fölu og veiklulegu. Mun Lincoln oft haft þessa sýn á orði. 

Tvær drottningar eru sagðar hafa lent í svipuðu. Katrín mikla af Rússlandi sat í svefnherbergi sínu þegar að þjón bar að garði. Honum krossbrá við að sjá keisaraynjuna og kvaðst hafa séð hana örskömmu áður sitja í hásæti sínu. Katrín skipaði að láta skjóta veruna í stólnum. Ekki er vitað er til að hvað skotið gerði tvífaranum en Katrín lést skömmu síðar. Sömu sögu er að segja af Elísabetu I Bretadrottningu sem sá tvífara sinn liggja sem lík í rúmi sínu.

Eins og Katrín lést Elísabet drottning stuttu síðar.  

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“
Pressan
Fyrir 2 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín
Fókus
Fyrir 5 dögum

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla