fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Britney Spears á von á barni – Opnar sig um meðgönguþunglyndi

Fókus
Þriðjudaginn 12. apríl 2022 08:34

Britney Spears og Sam Asghari.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Poppstjarnan Britney Spears er ólétt. Þetta er þriðja barn hennar en fyrsta barn hennar og unnusta hennar, Sam Asghari.

Söngkonan, 40 ára, kom aðdáendum sínum rækilega á óvart þegar hún tilkynnti að hún væri ólétt í færslu á Instagram. Britney hefur verið iðin við að birta mikið af efni á samfélagsmiðlum og voru netverjar ekki vissir hvort þetta væri alvöru tilkynning eða ekki.

Sam, 28 ára, staðfesti að hún væri ólétt á Instagram og birti mynd af ljóni, ljónynju og hvolpinum þeirra.

„Hjónaband og börn eru eðlilegur hluti af sterku sambandi sem er fullt af ást og virðingu. Að vera faðir er eitthvað sem ég hef alltaf hlakkað til og ekki eitthvað sem ég tek sem sjálfsögðum hlut. Þetta er það mikilvægasta sem ég mun nokkurn tíma gera,“ skrifaði hann með myndinni.

Fyrr um daginn deildi Britney mynd af kaffibolla og blómum. „Ég léttist svo mikið áður en ég fór til Maui og ég hef bætt því öllu aftur á mig. Ég hugsaði: „Dísess, hvað gerðist fyrir magann minn???“ Eiginmaður minn sagði: „Þú ert ólétt af mat kjáni!!“ Þannig ég tók óléttupróf og öööö… ég er að fara að eignast barn.“

Britney sagði að hún myndi „missa það“ ef það væru tvö börn „þarna inni.“ Hún opnaði sig einnig um meðgönguþunglyndi sem hún glímdi við á fyrri meðgöngum.

Aðdáendur stjörnunnar eru hamingjusamir fyrir hennar hönd og óska henni alls hins besta.

Britney og synir hennar.

Britney á fyrir tvö börn með fyrrverandi eiginmanni sínum Kevin Federline, drengina Sean og James Federline. Hún hefur verið með unnusta sínum Sam í sex ár og trúlofuðust þau í fyrra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Hartman í Val
Fókus
Í gær

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“