fbpx
Miðvikudagur 06.júlí 2022
Fókus

„Þegar hún sagði anorexía fór ég að hlæja og hugsaði: „Sérðu hversu feit ég er?““

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 19. janúar 2022 10:00

Tess Holliday. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirsætan Tess Holliday opnaði sig á samfélagsmiðlum,  í maí í fyrra, um baráttu sína við átröskun og sagðist þar ekki skammast sín lengur fyrir sjúkdóminn. Færslan vakti gríðarlega athygli, bæði á samfélagsmiðlum sem og í fjölmiðlum.

Sjá einnig: „Ég er með anorexíu og er í bata“

Fyrirsætan lítur til baka yfir þennan tíma í pistli á vef Today.

„Þegar ég deildi því í fyrra á samfélagsmiðlum að ég væri með anorexíu þá varð allt vitlaust. Ég deildi þessu án umhugsunar, sitjandi uppi í rúmi þar sem ég sit núna. Ég þurfti bara að tala um þetta. Þannig hef ég alltaf verið. Ég hef alltaf viljað koma til dyranna eins og ég er klædd og vera eins hreinskilin og ég get verið, í von um að hjálpa einhverjum. Umboðsmaðurinn minn spurði mig hvers vegna ég sagði honum þetta ekki fyrst. Ég hélt að þetta yrði ekki það mikið mál. En ég hafði ekki hugmynd um hversu brotið átröskunarsamfélagið er. Ég hafði ekki hugmynd um hversu fá úrræði eru til staðar fyrir fólk eins og mig,“ segir Tess.

Hún rifjar svo upp þegar hún var greind með anorexíu. En fyrst veiktist hún af sjúkdóminum þegar hún var aðeins um tíu ára gömul, og ágerðist hann svo með árunum. „Með árunum byrjaði ég að glíma við anorexíu. Ég vissi ekki að það væri málið fyrr en í fyrra – en í rúmlega tíu ár þá hef ég verið að meina mér um mat.“

Tess útskýrir að það þýði að hún borði annað hvort ekki neitt, eða mjög lítið. „Eða stundum er það ein stór máltíð á dag. Næringarfræðingur minn vakti fyrst athygli á þessu. Hún sagðist ekki hafa getuna til að formlega greina mig en ef hún gæti, þá myndi hún greina mig með lystarstol (e. anorexia nervosa). Þegar hún sagði anorexía fór ég að hlæja og hugsaði: „Sérðu hversu feit ég er? Það er ekki möguleiki að þetta orð geti verið notað um einhvern í minni stærð.“ Hún vísaði mér til sálfræðings sem staðfesti greininguna.“

Sökuð um að ljúga

Eftir að Tess opnaði sig um átröskunina á síðasta ári var hún í kjölfarið sökuð um að ljúga fyrir athygli.

„Fólk sagði að ég væri að ljúga. Það er fólk sem heldur að ég hafi opnað mig um þetta fyrir athygli […] Ég á stundum ennþá erfitt með að skilja: Hvernig get ég verið í feitum líkama en samt verið að svelta? Síðan áttaði ég á mig á því að líkamar af öllum stærðum og gerðum svelta.“

Tess segir að eftir að hún opnaði sig um átröskunina hafi hún fengið skilaboð frá  öðru fólki í stærri líkama sem er að ganga í gegnum það sama og hún.

Bataferlið

Fyrirsætan er í dag í bata frá lystarstolinu,  en viðurkennir að ferlið sé bæði erfitt og einmanalegt.

„Það er erfitt að kljást við eitthvað sem lítill stuðningur er í boði fyrir. Það var hefur verið frelsandi að vera komin með greiningu og nú finnst mér ég ekki eins ein á báti, en að sjá fólk verða ráðvillt í framan þegar ég segi þeim að ég sé með anorexíu, eða augngoturnar sem ég fæ ef þetta kemur upp í samræðum – Það finnst mér erfitt. Ég minni mig á að tilfinningar mínar eru gildar. Ég fer til sálfræðings og það hjálpar að tala um þetta,“ segir hún.

Þú getur lesið pistillinn í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fastir pennarFókus
Í gær

Poppsálin: Maðurinn sem vildi vera tígrisdýr

Poppsálin: Maðurinn sem vildi vera tígrisdýr
Fókus
Í gær

„Eiginmaður minn stjórnar lífi mínu – Og fólk hatar það“

„Eiginmaður minn stjórnar lífi mínu – Og fólk hatar það“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – „Hégóminn er harður húsbóndi“

Vikan á Instagram – „Hégóminn er harður húsbóndi“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hinn furðulegi lagarammi Norður-Kóreu – Ríkishár og eigin körfuboltareglur

Hinn furðulegi lagarammi Norður-Kóreu – Ríkishár og eigin körfuboltareglur