fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fókus

Fyrirsæta opnar sig um átröskun: „Ég er með anorexíu og er í bata“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 6. maí 2021 13:14

Tess Holliday. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirsætan Tess Holliday opnar sig um baráttu sína við átröskun og segist ekki skammast sín lengur fyrir sjúkdóminn. Hún vonar að með því að stíga fram og segja sögu sína geti hún hjálpað öðrum að skilja sjúkdóminn betur.

Það vakti mikla athygli þegar Tess Holliday var framan á forsíðu Cosmopolitan í október 2018.

Fólk skiptist í fylkingar. Margir hrósuðu forsíðunni og tóku því fagnandi að það væri verið að sýna fjölbreytta líkamsgerð á vinsælu tískutímariti og þannig efla jákvæða líkamsímynd. En gagnrýnin var einnig mikil og var breski sjónvarpsmaðurinn Piers Morgan þar fremst í flokki. Hann birti mynd af forsíðunni á Twitter og sagði Tess setja slæmt fordæmi.

Sjá einnig: Piers Morgan heldur áfram að bauna á Tess Holliday – Segir hana þjást af sjúklegri offitu og hefur áhyggjur

Í bata frá átröskun

Það er því óhætt að segja að líkami Tess hefur verið talsvert á milli tannanna á fólki. Hún er mjög virk á samfélagsmiðlum og er með yfir tvær milljónir fylgjenda á Instagram. Í nýlegri færslu segir hún frá baráttu sinni við átröskun og að hún sé nú í bata.

„Ég er með anorexíu og er í bata. Ég skammast mín ekki lengur fyrir að segja það upphátt. Ég er afleiðing menningar sem fagnar grönnu fólki og dæmir virði fólks út frá því. En ég fæ að segja mína sögu núna,“ segir Tess.

„Ég get loksins hugsað um líkama sem ég hef refsað alla mína ævi og er loksins frjáls.“

Tess biður fólk um að hætta að hrósa sér fyrir þyngdartap. „Til þeirra sem eru að segja: „Þú lítur vel út“ eða „þú ert að grennast, haltu því áfram!“ Hættið. Ekki gera athugasemd við þyngd eða heilsu mína. Haldið skoðun ykkar fyrir ykkur sjálf. Já, ég er búin að léttast, ég er í bata frá átröskun og er að gefa líkama mínum reglulega að borða í fyrsta sinn alla ævi.“

Sjá einnig: Sorglegi sannleikurinn á bak við vinsældir jarðaberjakjólsins

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sonur Elísu og Elíss fæddur

Sonur Elísu og Elíss fæddur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bjútífilterar á samfélagsmiðlum orðnir svo lúmskir – „Þetta er ekki raunveruleikinn“

Bjútífilterar á samfélagsmiðlum orðnir svo lúmskir – „Þetta er ekki raunveruleikinn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Faðir Olgu var einn þekktasti læknamiðill landsins – „Hann vissi allt“

Faðir Olgu var einn þekktasti læknamiðill landsins – „Hann vissi allt“