fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Scott Disick kallaður „krípí“ og „óviðeigandi“ eftir að hann deildi mynd af ungu kærustunni

Fókus
Mánudaginn 7. júní 2021 22:00

Amelia Hamlin og Scott Disick.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Scott Disck hefur verið kallaður „krípí“ og „óviðeigandi“ eftir að hann deildi mynd af Ameliu Hamil hálfnakinni á samfélagsmiðlum. Scott og Amelia eru kærustpar en þau hafa ekki síst vakið athygli vegna mikils aldursmunar, Scott er 38 ára en Amelia er 19 ára.

Scott er fyrrverandi eiginmaður og barnsfaðir Kourtney Kardashian og öðlaðist heimsfrægð þegar hann var hluti af fjölskyldunni í Keeping um with the Kardashians. Mörgum þótt langt seilst þegar hann átti í sambandi við Sofiu Richie en 16 ára aldursmunur var á þeim.

Myndin umdeilda af Ameliu var upphaflega birt á hennar eigin Instagramsíðu en Scott deildi henni áfram. Á myndinni snýr Amelia bakhluta sínum að myndavélinni á meðan hún virðist reyna að ná í eitthvað í efstu hillu. Hún er aðeins íklædd litlum g-streng og brjóstahaldara.

Mynd/Instagram
Mynd/Instagram

Scott deildi myndinni áfram og skrifaði,. „Aðeins hærra, næstum komin.“

Amelia deildi einnig fleiri myndum þar sem sást framan á hana, en myndirnar voru teknar í tengslum við auglýsingaherferð nærfataframleiðandans @bouxavenue #designedinlondon.

Margir gagnrýndu Scott harðlega fyrir þessa deilingu. Ein skrifaði: „Þetta er svo óviðeigandi. Hann er allt of gamall fyrir hana og þetta allt virkar mjög ósmekklegt.“

Önnur sagði: „Krípí! Hún er bara táningur. Rinna ætti að skammast sín fyrir að leggja blessun sína yfir þetta samband,“ en móðir Ameliu er leikkonan Lisa Rinna og pabbi hennar leikarinn Harry Hamlin.

Sjáskot af ummælum á Instagram

En önnur lagði til að Scott væri að reyna að toppa sína fyrrverandi á samfélagsmiðlum þar sem hún hefur varið mikinn með nýja manninum sínum, Travis Baker.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Harmsaga systkinanna Rakelar og Heimis – „Ég man eftir mömmu á þessum tíma, annað hvort öskrandi eða sofandi“

Harmsaga systkinanna Rakelar og Heimis – „Ég man eftir mömmu á þessum tíma, annað hvort öskrandi eða sofandi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“