fbpx
Föstudagur 24.september 2021
Fókus

Hjarta Ævars stoppaði í 6 sekúndur – „Það er viðbúið að einhverjir reyni að kenna mataræði mínu um þessa „uppákomu““

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 3. júní 2021 11:30

Ævar Austfjörð.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ævar Austfjörð hefur vakið mikla athygli hérlendis fyrir óvenjulegar matarvenjur sínar en hann borðar einungis kjöt í öll mál. Ævar greindi frá því á Facebook nýverið að hann hefði fengið blóðtappa í maí og lá á spítala í kjölfarið á meðan hann gekkst undir fjölmargar rannsóknir. Hringbraut greinir frá.

Sjóntruflanir

Ævar segir að þetta hefði byrjað á því að hann hefði fengið sjóntruflanir mánudaginn 17. maí. „Sem lýstu sér þannig að ég missti sirka hálft sjónsviðið það er ég sá eiginlega ekkert sem var til hægri við mitt sjónsviðið. Ég var eitthvað að tala við Ásu mína og sá ekki nema hálft andlitið á henni. Mig grunaði strax að þetta gæti verið eitthvað eins og blóðtappi og „gúgglaði“ einkenni en gat þá ekki lesið allar setningarnar því ég komst ekki alla leið til hægri í lestrinum.“

Ævar hringdi í neyðarlínuna og átti í stökustu vandræðum með að gefa upp heimilisfangið sitt.

„Ég vissi það og sá það fyrir mér en gat bara ekki sagt það í smá stund. Eftir samtal við læknavaktina varð svo úr að Ása keyrði mig á bráðamóttökuna á Selfossi. Þar var ég strax skoðaður hátt og lágt og mér sagt að þetta væri mjög líklega eitthvað sem kallast TIA eða blóðþurrð í heila.“

Gáttatif fannst ekki

Einkennin voru að mestu gengin til baka þegar Ævar kom á Selfoss og var hann útskrifaður nokkrum tímum seinna. Daginn eftir fór hann í vinnu en læknir hafði samband vi ð hann frá taugadeild Landspítala og var hann beðinn um að mæta í viðtal og fleiri rannsóknir.

„Þar var hengdur á mig hjartasíriti sem ég hafði í tvo sólarhringa og tekið úr mér blóð og mér sagt að mæta á hina ýmsu staði til frekari rannsókna næstu daga. Ég er sem sagt búinn að fara í allskonar sjónpróf og sjónsviðsmælingar, röntgen á heila og hálsæðum hjartaómskoðun gegn um vélinda MRI skanna á heila og sennilega er ég að gleyma einhverju. Það kom svo í ljós að það er opið á milli hjartagátta hjá mér og að þetta reyndust hafa verið litlir blóðtappar sem ollu þessari blóðþurrð í heila Ég skilaði svo hjartasíritanum og var sagt að ég fengi fljótlega annan því líklegast væri að þetta væri gáttatif og þeir vildu leita vel að því með þessum hjartasírita. Gáttatif er semsagt það sem væri líklegast til að valda þessum blóðtöppum.“

En gáttatif fannst ekki. „Það sem fannst hins vegar var að það virðist vanta eitthvað upp á raftaugaboð til hjartans eða í hjartanu sem gerir það að verkum að hjartað á það til að hvíla sig. Helst á nóttunni virðist vera. Það semsagt á það til að hægja á sér og jafnvel stoppa í smá stund […] Mér var sagt að eina nóttina hefði hjartað stoppað í 6 sekúndur og fyrstu nóttina eftir að ég lagðist hér inn í hjartasírita fór púlsinn niður í 24 slög á mínútu! Það semsagt sló bara á rétt rúmlega þriggja sekúndna fresti. Þetta getur með tímanum leitt til þess að púlsinn verður hreinlega of hægur eða pásan of löng og eigandi hjartans sofnar svefninum langa.“

Ævar segir að þetta sé vel þekkt en orsök ókunn að honum skilst. „Gæti þess vegna hafa verið svona frá fæðingu án óþæginda. Það er einfalt að laga þetta með gangráð og einn slíkur var settur í mig [á mánudaginn].“

Ævar segist þakkátur heilbrigðisstarfsfólkinu sem annaðist hann. „Í öllu þessu ferli hefur mér aldrei liðið eins og ég sé veikur enda blóðtapparnir vægir og lítil sem engin eftirköst. Ég hef ekki fundið neitt fyrir þessari leti í hjartanu og það aldrei haft áhrif.“

Mataræðið

Ævar deildi færslunni í Facebook-hópinn Iceland Carnivore Tribe-kjötætur. Hann tók það fram að veikindin kæmu mataræðinu ekkert við og það væri ekki við það að sakast.

„Það er viðbúið að einhverjir reyni að kenna mataræði mínu um þessa „uppákomu.“ Læknar sem meðhöndluðu mig vita af mataræði mínu og höfðu ekkert út á það að setja. Hins vegar er orsök óþekkt og ég er nokkuð viss um að sú staðreynd að ég er vel nærður og í sæmilegu formi hefur hjálpað mér.“

Spítalamaturinn er góður að sögn Ævars en ekki í „takt við mínar óskir þannig að Ása sá um að fóðra mig.“ Hann deilir mynd af sér í sjúkrahúsrúminu og við hliðina á honum er skál með hráu kjöti og heilt smjörstykki.

Mynd/Facebook

Þú getur lesið færsluna í heild sinni hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vinsælasta fólkið á Tinder gefur ráð – „Byrjaðu samtalið á góðum brandara“

Vinsælasta fólkið á Tinder gefur ráð – „Byrjaðu samtalið á góðum brandara“
Fókus
Í gær

Ragnhildur Steinunn gerði allt vitlaust er hún bjó til aðganginn – „Vinsælasta stúlkan þakkar góðar móttökur“

Ragnhildur Steinunn gerði allt vitlaust er hún bjó til aðganginn – „Vinsælasta stúlkan þakkar góðar móttökur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kærastinn talaði upp úr svefni og ljóstraði upp leyndarmáli sem eyðilagði sambandið

Kærastinn talaði upp úr svefni og ljóstraði upp leyndarmáli sem eyðilagði sambandið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu stikluna fyrir þriðju þáttaröð af „You“

Sjáðu stikluna fyrir þriðju þáttaröð af „You“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Besta augnablik sjónvarpssögunnar“ vekur athygli á ný – Össur hvumsa þegar Kári hunsaði hann

„Besta augnablik sjónvarpssögunnar“ vekur athygli á ný – Össur hvumsa þegar Kári hunsaði hann
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Hahahahahaha“ – Vandlæting breyttist í hlátur eftir að Vigdís gerði gömlum skólabróður grikk

„Hahahahahaha“ – Vandlæting breyttist í hlátur eftir að Vigdís gerði gömlum skólabróður grikk
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eldhús í Vesturbænum vekur athygli áhrifavalda: „Þetta er eins og skurðstofa“

Eldhús í Vesturbænum vekur athygli áhrifavalda: „Þetta er eins og skurðstofa“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjáðu oddvita flokkanna eins og þú hefur aldrei séð þá áður – Birna Ben og Kiddi Jak

Sjáðu oddvita flokkanna eins og þú hefur aldrei séð þá áður – Birna Ben og Kiddi Jak