fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fókus

Frægir tvífarar – næstum eins og tvíburar

Fókus
Laugardaginn 16. janúar 2021 20:30

Veist þú hver er hver?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sumir segja að við eigum okkur öll tvífara einhvers staðar í heiminum. Ýmsir eru þó heppnari en aðrir og hafa þegar fundið sinn tvífara. DV kemur til bjargar og parar saman nokkra tvífara sem sumir hverjir gætu vel hafa verið aðskildir á fæðingardeildinni.

SARA BJÖRK OG SARAH SILVERMAN

Sara Björk Gunnarsdóttir, knattspyrnukona í Lyon og íþróttamaður ársins 2020, er ansi lík bandarísku leikkonunni og uppistandaranum Söruh Silverman. Þær eru báðar svipmiklar með fallegt dökkt hár og brún seiðandi augu.

Sara Björk Gunnarsdóttir
Sarah Silverman

 

JÓHANNES UPPLJÓSTRARI OG DERMOT MULRONEY

Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja og uppljóstrari með meiru, þykir heldur líkur bandaríska hjartaknúsaranum Dermot Mulroney sem er þekktastur fyrir leik sinn í kvikmyndunum My Best Friend’s Wedding og The Wedding Date.

Jóhannes Stefánsson

Dermot Mulroney

 

SÓLVEIG ANNA OG ELLEN LOFTS

Það er óneitanlega svipur með Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, og Ellen Loftsdóttur, listrænum stjórnanda og stílista. Þær líta allavega út fyrir að geta vel verið systur. Ljósa hárið og bláu augun fara ekki fram hjá neinum.

Sólveig Anna Jónsdóttir, Efling

Ellen Loftsdóttir

 

CURVER OG HULLI

Listamennirnir Curver Thoroddsen og Hugleikur Dagsson eru svo líkir að auðvelt er að rugla þeim saman. Hugleikur er þekktastur fyrir kolsvartan húmorinn sem birtist í skopmyndunum hans en Curver hefur í gjörningum sínum verið iðinn við að setja daglegt líf í listrænt samhengi.

Curver Thoroddsen
Hugleikur Dagsson

 

KAREN KJARTANS OG ANNA PAQUIN

Karen Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar, og bandaríska leikkonan Anna Paquin sem margir þekkja úr vampíruþáttunum True Blood eru mjög líkar. Þær skarta báðar fallegu frekjuskarði sem gefur mikinn svip.

Karen Kjartansdóttir
Anna Paquin

 

KRISTJÓN KORMÁKUR OG GIANLUIGI BUFFON

Þeir hafast ólíkt að en líkindin felast í útlitinu hjá þeim Kristjóni Kormáki Guðjónssyni, blaðamanni á Mannlífi, og Gianluigi Buffon, markverði hjá Juventus, sem talinn er einn besti markvörður allra tíma. Keppnismenn báðir tveir.

Kristjón Kormákur
Gianluigi Buffon
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Eva var stoppuð af lögreglunni og kom í Dagbók lögreglunnar – „Æ Eva hættu að ljúga að opinberum starfsmanni“

Eva var stoppuð af lögreglunni og kom í Dagbók lögreglunnar – „Æ Eva hættu að ljúga að opinberum starfsmanni“
Fókus
Í gær

Rihanna stórglæsileg á bláa dreglinum við heimsfrumsýningu kvikmyndarinnar Smurfs 

Rihanna stórglæsileg á bláa dreglinum við heimsfrumsýningu kvikmyndarinnar Smurfs 
Fókus
Fyrir 2 dögum

Var heilt heimsveldi vísvitandi strokið út úr sögunni?

Var heilt heimsveldi vísvitandi strokið út úr sögunni?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sigga segist geta kveikt á ónýtri ljósaperu með því að leggja hana á ennið

Sigga segist geta kveikt á ónýtri ljósaperu með því að leggja hana á ennið
Fókus
Fyrir 5 dögum

Myndirnar sem Katy Perry vill ekki sjá: Orlando Bloom með dökkhærðri þokkadís

Myndirnar sem Katy Perry vill ekki sjá: Orlando Bloom með dökkhærðri þokkadís
Fókus
Fyrir 5 dögum

Yngri konan vill djamma og stunda kynlíf öll kvöld – „Hvað á ég að gera?“

Yngri konan vill djamma og stunda kynlíf öll kvöld – „Hvað á ég að gera?“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Starfsmaður skemmtiferðaskips birti mynd af launaseðlinum sínum

Starfsmaður skemmtiferðaskips birti mynd af launaseðlinum sínum
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ragnhildur gagnrýnir „ofurfyrirsætusnarlið“ sem fer sem eldur um sinu á samfélagsmiðlum

Ragnhildur gagnrýnir „ofurfyrirsætusnarlið“ sem fer sem eldur um sinu á samfélagsmiðlum