fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Instagram-hakkarinn í viðtali: „Ekki gleyma að þessum áhrifavöldum er alveg sama um ykkur“

Bjarki Sigurðsson
Þriðjudaginn 13. júlí 2021 21:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maðurinn sem notast við Instagram-nafnið „kingsanchezx“ hefur verið að loka aðgöngum frægra Íslendinga seinustu daga og hefur fjöldi áhrifavalda orðið fyrir barðinu á honum.

Flestir þeirra sem eiga aðgangana sem hefur verið lokað berjast fyrir því að fá aðgangana aftur. Það hefur þó gengið brösuglega og Instagram og Facebook (eigandi Instagram) svara litlu.

DV hafði samband við hakkarann og ræddi við hann.

„Ég geri þetta ekki að neinni sérstakri ástæðu, þetta eru bara viðskipti. Ég vel þessa aðganga ekki, einhverjir finna mig og borga mér fyrir að loka þessum aðgöngum og ég geri það,“ segir hakkarinn en hann segist vera frá Tyrklandi.

Hann sendir skilaboð til þeirra sem „búa í litlum íbúðum“ og eru að berjast með áhrifavöldunum.

„Ekki gleyma að þessum áhrifavöldum er alveg sama um ykkur. Þeir munu ekki fá aðgangana til baka ókeypis,“ segir hakkarinn en að hans sögn hefur hann verið að gera þetta í nokkur ár.

Upp hafa komið kenningar um að þetta sé markaðstrikk hjá markaðsfyrirtækjum til að auglýsa eitthvað. Þessi hugmynd var til að mynda rædd í hlaðvarpinu Alex og Davíð.

@alexogdavidEr Nökkvi Fjaler the ultimate cloutfarming mastermind á bakvið þetta?

♬ Bongo cha-cha-cha – Remastered – Caterina Valente

Árið 2019 var öllum færslum á Instagram-síðu Áttunnar eytt og tilkynnt að hakkarar hefðu tekið yfir síðuna. Þá var einnig öllum myndböndum eytt af YouTube-síðu þeirra. Það reyndist að lokum vera markaðstrikk. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Í gær

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar