fbpx
Þriðjudagur 28.september 2021
Fókus

Segir Chrissy Teigen hafa sagt sér að drepa sig þegar hán var 16 ára

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 12. maí 2021 12:30

Mynd/WireImage

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi táningsbrúðurin og raunveruleikastjarnan Courtney Stodden segir fyrirsætuna Chrissy Teigen hafa lagt sig í einelti þegar hán var sextán ára og gengið svo langt í einkaskilaboðum að hún hafi hvatt hán til að fremja sjálfsvíg.

Courtney er kynsegin (e. non-binary) og notar fornöfnin hán (e. they/them).

Courtney varð frægt yfir nóttu þegar hán giftist leikaranum Doug Hutchinson í maí 2011. Þá var hán 16 ára og hann 50 ára. Doug er þekktur fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni The Green Mile. Árið 2017 skildu þau á borði og sæng og í janúar í fyrra fengu þau lögskilnað.

Frekar en að fólk reyndi að hjálpa Courtney úr þessu augljóslega furðulega og eitraða sambandi þá var Courtney druslusmánað og gert að athlægi á netinu.

Courtney hefur tjáð sig um hjónabandið og sagt að hán hafi aðeins verið barn þegar hán giftist Doug. „Ég var ekki einu sinni nógu gamalt til að melta hjónabandið. Heilinn var ekki fullþroskaður,“ sagði hán í hlaðvarpsþættinum Dish With Trish. „Ég var misnotað þegar ég var mjög ungt og hafði enga stjórn á því.“

Courtney deildi myndinni sem má sjá hér að neðan og skrifaði með: „Þegar ég horfi á þessa mynd þá líður mér eins og ég hafi verið misnotað.“

Mynd/Courtney Stodden

Stjörnur lögðu hana í einelti

Í nýju viðtali við Daily Beast sakar Courtney nokkrar stjörnur um að hafa lagt sig í einelti og sent sér ljót skilaboð á þessum tíma, meðal annars fyrirsætuna Chrissy Teigen.

„Chrissy skrifaði ekki bara færslur um mig á Twitter heldur sendi mér einnig einkaskilaboð og sagði mér að drepa mig. Eins og: „Ég get ekki beðið eftir að þú deyrð,““ segir hán.

Courtney hefur ekki birt einkaskilaboðin en netverjar fundu gamlar Twitter-færslur frá Chrissy sem renna stoðum undir frásögn Courtney.

Courtney segir af öllum stjörnunum sem lögðu hán í einelti og töluðu illa um hán opinberlega þegar hán var aðeins sextán ára, þá hefur aðeins ein manneskja beðið afsökunar, Perez Hilton. Chrissy Teigen hefur ekki tjáð sig um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Mikill hiti í umræðum á Matartips – Mældi pítsuna sína – „VÖRUSVIK“

Mikill hiti í umræðum á Matartips – Mældi pítsuna sína – „VÖRUSVIK“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sigmundur svarar fyrir stóra brauðtertumálið – „Eftir 12 ár kom loks að því að ég þyrfti að takast á við erfitt mál í pólitík“

Sigmundur svarar fyrir stóra brauðtertumálið – „Eftir 12 ár kom loks að því að ég þyrfti að takast á við erfitt mál í pólitík“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrrum kennari ætlar sér að gera klám í geimfari Elon Musk

Fyrrum kennari ætlar sér að gera klám í geimfari Elon Musk
Fókus
Fyrir 4 dögum

Helgi Ómars var í ofbeldissambandi í átta ár – „Ég var í sambandi með, að ég hélt, ástinni í lífi mínu“

Helgi Ómars var í ofbeldissambandi í átta ár – „Ég var í sambandi með, að ég hélt, ástinni í lífi mínu“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Lesa upp ljótar athugasemdir – „Mig langar að hlæja en ég er svo ógeðslega bótoxuð að ég get það ekki“

Lesa upp ljótar athugasemdir – „Mig langar að hlæja en ég er svo ógeðslega bótoxuð að ég get það ekki“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Gera allt vitlaust berar að ofan í „sjóðheitri“ myndatöku

Gera allt vitlaust berar að ofan í „sjóðheitri“ myndatöku