fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Camilla Rut nakin fyrir framan vinnumennina – „Ég er náttúrlega bara gift kona“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 11. maí 2021 12:45

Mynd/Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn Camilla Rut Arnardóttir mætir reglulega í morgunþáttinn Ísland vaknar á K100 til að ræða um allt mögulegt. Í morgun ræddi hún um vinnumennina sem eru að græja pallinn heima hjá henni. Camilla segir í þættinum að reglulega gangi hún um nakin heima hjá sér og gleymir að vinnumennirnir séu fyrir utan gluggan að vinna.

„Þið vitið alveg hvað ég er mikill „nudist“ og þið vitið alveg hvað þeir sjá inn um gluggann. Ég er búin að segja ykkur frá því,“ segir Camilla. „Sko, þetta er annað skiptið okkar í svona framkvæmdum. Við sem sagt byrjuðum fyrir tveimur árum, þá vorum við að klæða húsið og sami verktaki kom og þeir planta alltaf svona gámi á lóðina okkar og eru bara þar að vinna og með sína aðstöðu og bara rosa fínt og allir vinna vel saman og allir bara rosa næs. En það er kannski ástæða fyrir því að þeir eru svona rosa næs við mig.“

„Ég er náttúrlega bara gift kona sko“

Það var fylgjandi Camillu á samfélagsmiðlinum Instagram sem vakti athygli hennar á nektinni fyrir framan verktakana. „Ég var á bak við sófann, ég svona beygði mig niður á bak við hann og tek eitthvað svona story: „Vá hvað það er falleg birta frá þessu sjónarhorni.“ Og þeir eru að vinna úti og ég tek svona story og set á Instagram þar sem þeir eru bara í vinnugöllunum úti og þetta var svona fallegt, myndrænt. Ég er náttúrlega bara gift kona sko,“ segir hún.

„En þetta var rosa myndrænt og flott og ég set í story. Ég fæ skilaboð bara: „Ertu beygð niður á bak við stólinn“ … „Já, já eiginlega.“ „Af hverju?“ „Ég sá þá bara allt í einu, ég fattaði að ég var náttúrlega bara ekki í neinum fötum,“ segir Camilla en bætir við að hún sé samt ekki alveg allsnakin fyrir framan vinnumennina.

„Þetta er bara ákveðið frelsi sem fylgir þessu“

Camilla segir þó að það hafi komið fyrir nokkrum sinnum að hún hafi verið nakin fyrir framan vinnumennina. „Maður er bara að hafa sig til, maður er bara að klæða sig í og nennir ekkert að klæða sig í allt alveg strax og manni er heitt og maður er að slétta á sér hárið og maður er bara að vesenast,“ segir Camilla en hún hefur þó ekki miklar áhyggjur af þessu.

„Æi maður er bara að lifa lífinu lifandi. Er þetta svona mikið feimnismál, er þetta svona hræðilegt? Þetta er bara náttúran og við erum bara fólk og allir eru mannlegir og við erum öll með húð og beinagrind. Þetta er bara ákveðið frelsi sem fylgir þessu. Það er bara gott að lofta um og hafa þetta bara frjálst og þægilegt,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Hartman í Val
Fókus
Í gær

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“