fbpx
Fimmtudagur 24.júní 2021
Fókus

Þrálátur orðrómur gengur um Kanye West og Jeffree Star

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 7. janúar 2021 09:09

Jeffree Star og Kanye West.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær var greint frá því að raunveruleikastjarnan Kim Kardashian og tónlistarmaðurinn Kanye West séu að skilja að borði og sæng.

Undanfarið hefur verið fjallað um mögulega erfiðleika í sambandi þeirra. Kim virtist hætt að bera giftingarhringinn og þau vörðu jólunum á hvort á sínum staðnum, hún með fjölskyldu sinni en hann á sveitabúgarði sínum í Wyoming. Kanye hefur einnig varið miklum tíma í Wyoming undanfarin ár.

Það hefur ekki tekið langan tíma fyrir slúðurmylluna að koma með sögusagnir um framtíð Kim og Kanye. Nú gengur sá furðulegi orðrómur að Kanye West sé að slá sér upp með Jeffree Star. Jeffree Star er bandarísk samfélagsmiðlastjarna og snyrtivörumógull.

Sjá einnig: Jeffree Star segist ekki hafa keypt sér kærasta

Fjöldi fjölmiðla vestanhafs fjalla um málið, meðal annars E! News og Insider. Orðrómurinn byrjaði á TikTok þar sem þekkt nettröll, að sögn Insider, sagði að Kanye væri að skilja við Kim vegna þess að hann hafi haldið framhjá henni með Jeffree Star.

Heimildarmaður mjög náinn Kim og Kanye slær á orðróminn í samtali við E! News og segir að það sé enginn sannleikur á bak við hann.

Jeffree Star tjáir sig

Jeffree Star hefur tjáð sig um málið og í stað þess að slökkva á eldinum hefur hann hellt olíu yfir hann.

„Ég er tilbúinn fyrir guðsþjónustu á sunnudaginn,“ skrifaði hann á Twitter, og var þá að vísa í samkomur Kanye West sem hann kallar „Sunday service“. Hann deildi einnig mynd á Instagram með sama texta.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Jeffree Star (@jeffreestar)

Jeffree lét þar ekki við kyrrt sitja og deildi einnig myndbandi á Instagram og sagðist vera staddur í Wyoming, sama stað og Kanye West.

„Ég er hér í fallega Wyoming ríki. Hæ snjór í bakgrunni, ég vaknaði í dag og umm, þetta hefur verið mjög áhugaverður dagur,“ sagði hann.

En það eru engin sönnunargögn fyrir því að Jeffree Star og Kanye West hafa nokkurn tíma hist, hvað þá verið saman.

Ava Louise er manneskjan sem byrjaði orðróminn á TikTok. Hún er best þekkt fyrir lagið sitt „Skinny Legend Anthem“ og fyrir að taka þátt í „kórónuveiru áskoruninni“ með því að sleikja klósettsetu í flugvél.

Sjá einnig: Áhrifavaldur sleikti klósettsetu í flugvél og gerði allt vitlaust: „Kórónuveiru-áskorunin“

Ava Louise fékk heimsathygli þegar hún sleikti klósettsetuna og fimmtán mínútna frægð. Það getur verið að hún sé að reyna það aftur, og það virðist vera að ganga ágætlega hjá henni. Um sjö milljón manns hafa horft á myndbandið hér að neðan.

@realavalouiisei can’t say WHO cuz he’ll sue me hint hint but it’s part of the reason Kanye’s so religious now it’s his self hatred …. my source is legit I promiss♬ original sound – Ava Louise

Ava Louise heldur því fram í öðru myndbandi að Kim sé að kæra hana.

@realavalouiiseI’m gunna sue her back for having a lame S3x tape♬ original sound – Ava Louise

Cole Carrigan, önnur bandarísk samfélagsmiðlastjarna, hefur gefið það í skyn að hann veitti Kanye West munnmök og birtir meint skjáskot af samtali sínu og öryggisvarðar Kanye. Það er hins vegar ekkert sem sannar að þetta sé öryggisvörður Kanye eða umrædd munnmök hafi átt sér stað.

@colecarrigan1##duet with @realavalouiise ##greenscreen not confirming or denying these texts between me and his security guard ##fyp♬ Whatcha Say – Jason Derulo

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Þetta eru nýju Love Island-keppendurnir

Þetta eru nýju Love Island-keppendurnir
Fókus
Í gær

Fylgdarsveinn afhjúpar hvað konur vilja í raun og veru

Fylgdarsveinn afhjúpar hvað konur vilja í raun og veru
Fókus
Í gær

Baldur opnar sig um systurmissinn – „Ég öskraði af sársauka á meðan ég barði í vegginn og grét“

Baldur opnar sig um systurmissinn – „Ég öskraði af sársauka á meðan ég barði í vegginn og grét“
Fókus
Í gær

Edda Falak leysir frá skjóðunni um mataræðið – Þetta borðar hún í morgunmat

Edda Falak leysir frá skjóðunni um mataræðið – Þetta borðar hún í morgunmat
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdarkona afhjúpar 5 óvænta hluti sem kveikja í karlmönnum – „Konur þurfa að vita þetta“

Fylgdarkona afhjúpar 5 óvænta hluti sem kveikja í karlmönnum – „Konur þurfa að vita þetta“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Reynslusaga – Gift hjón fara á kynlífsklúbb í fyrsta skipti

Reynslusaga – Gift hjón fara á kynlífsklúbb í fyrsta skipti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vísa alfarið á bug vinslitum í kjölfar þess að tískusamstarfi lauk – „Ofboðslega þakklát“

Vísa alfarið á bug vinslitum í kjölfar þess að tískusamstarfi lauk – „Ofboðslega þakklát“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Opinberar loks allt sem hún hefur látið gera við andlitið sitt

Opinberar loks allt sem hún hefur látið gera við andlitið sitt