fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

„Ég held að tíminn lækni engin sár, maður lærir bara að lifa með þessu“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 3. desember 2020 13:56

Jón Gunnar Geirdal og Alma Geirdal.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Gunnar Geirdal, athafnamaður og eigandi Ysland, er nýjasti gestur Einkalífsins á Vísi. Jón Gunnar missti systur sína, Ölmu Geirdal, eftir nokkurra ára baráttu við krabbamein. Alma lést þegar hún var 41 árs að aldri þann 19. september síðastliðinn.

Aðspurður hvernig honum gangi að takast á við sorgina svarar Jón Gunnar:

„Það gengur misvel. Hún greindist fyrir rúmum tveimur árum síðan og fyrir rúmu ári síðan var henni sagt að hún ætti fjögur ár eftir ólifuð, sem urðu síðan einhverjir tíu mánuðir. Það að lifa með sorginni er ótrúlega erfitt. Við vorum afskaplega náin systskini og ég tók mínu hlutverki sem stóra bróður mjög alvarlega og hef gert alla tíð.“

Jón Gunnar segir að hann hafi aldrei séð fyrir sér að systir hans yrði langlíf. „Hún lifði hratt en að fara fjörutíu og eins árs fannst mér vel í lagt,“ segir hann og bætir við að bæði hún og fjölskyldan hafi vitað að þetta yrðu aldrei fjögur ár.

„Okkur grunaði að þegar hún myndi veikjast þá myndi þetta gerast hratt. Hún veikist þarna á mánudegi og er farin á laugardag. Þetta gerðist á ljóshraða,“ segir Jón Gunnar. „Þetta er búið að vera mjög erfitt […] Ég held að tíminn lækni engin sár, maður lærir bara að lifa með þessu.“

Horfir öðruvísi á lífið

Jón Gunnar segir að veikindi Ölmu hafi breytt honum og sýn hans á lífið.

„Þú vegur og metur tímann öðruvísi. Þarna var tíminn farinn að tikka fyrir hana, einhver fjögur ár sem urðu tíu mánuðir. Það er óhjákvæmilegt að maður horfi öðruvísi á lífið og bara daginn í dag, maður reynir að njóta með fólkinu sínu,“ segir hann í Einkalífinu.

„Þó maður hafi horft á þetta gerast svolítið hægt hjá henni. Hún var búin að fara erfiðar leiðir í gegnum lífið og oft búin að takast á við mikla erfiðleika og við fjölskyldan saman. Hún var búin að dansa oft nærri dauðanum en svo þurfti hún að takast á við óvin sem var vonlaust að sigra,“ segir hann og bætir við að fjölskyldan sé ótrúlega náin og tali opinskátt um þetta. „Hún var líka opin með þetta sem hjálpaði.“

Horfðu á þáttinn í heild sinni hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Hún segir þetta vera „náttúrulegt Ozempic“ og margir eiga það nú þegar í eldhússkápnum

Hún segir þetta vera „náttúrulegt Ozempic“ og margir eiga það nú þegar í eldhússkápnum
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“