Laugardagur 06.mars 2021
Fókus

Óhugnanlegt myndband – Var að taka upp fyrir TikTok þegar maður braust inn

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 3. desember 2020 13:00

Skjáskot/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hannah Viverette var að dansa heima í stofunni sinni í Maryland, Bandaríkjunum. Hún var að taka upp myndband fyrir TikTok þegar ókunnugur karlmaður opnaði svalahurðina hennar.

Hannah deildi myndbandinu á TikTok og hefur það vakið gífurlega athygli. Það hefur fengið yfir 43 milljón áhorf og rúmlega níu milljón manns líkað við það. Inside Edition fjallaði um málið og ræddi við Hönnuh.

Í myndbandinu má sjá Hönnuh dansa og síðan heyrist einhver opna hurð og hún spyr samstundis: „Hver ert þú?“

Hún biður manninn síðan um að fara. Maðurinn var klæddur hettupeysu og stóð í hurðagættinni, samkvæmt Hönnuh var hann með hendurnar í vasanum og brosti til hennar.

Í samtali við Inside Edition sagði Hannah að hún hafi strax kannast við manninn, hún þekkti hann ekki en hafði séð hann margsinnis í kringum heimili sitt.

Hannah sagði að maðurinn hafi spurt hana hvort hún væri vinur hans og hún hafi svarað neitandi. Hann á þá að hafa spurt hvort hún væri viss. Á þeim tímapunkti krefst Hannah þess að maðurinn fari.

Það er búið að bera kennsl á manninn sem Angel Moises Rodriguez-Gomez. Hann hefur verið ákærður fyrir ýmis brot, meðal annars umsátureinelti (e. stalking), innbrot og líkamsárás. Hann er laus úr gæsluvarðhaldi samkvæmt WDVM.

Hannah gistir ekki heima hjá sér eftir að hún komst að því að Angel Moises væri frjáls ferða sinna.

„Mér finnst það ekki sanngjarnt að hann sé frjáls ferða sinna núna, og ég þarf stöðugt að vera að líta í kringum mig,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Pistillinn sem allir karlmenn þurfa að lesa – Árni Björn opnar fyrir mikilvæga umræðu

Pistillinn sem allir karlmenn þurfa að lesa – Árni Björn opnar fyrir mikilvæga umræðu
Fókus
Í gær

Gréta Karen um æskuna: „Enginn spurði mann út í neitt – og ég veit að fólk vissi af þessu“

Gréta Karen um æskuna: „Enginn spurði mann út í neitt – og ég veit að fólk vissi af þessu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eignaðist tvö börn með sex mánaða millibili – „Haldiði kjafti“

Eignaðist tvö börn með sex mánaða millibili – „Haldiði kjafti“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sigga Dögg kynfræðingur svarar spurningum lesenda DV í Kynlífshorninu

Sigga Dögg kynfræðingur svarar spurningum lesenda DV í Kynlífshorninu