fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Stundar sjálfsfróun þrisvar á dag og hannar kynlífstæki – „Ég er ekki kynlífsfíkill“

Fókus
Föstudaginn 20. nóvember 2020 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tracy Kiss er 32 ára, tveggja barna móðir og einkaþjálfari frá Bretlandi og heldur úti vinsælu bloggi. Hún opnaði sig á blogginu nýlega um mikilvægi þess að geta rætt um kynlíf, hvatir og þrár opinskátt og án þess að skammast sín.

„Þegar okkur er sagt að gera ekki eitthvað, horfa ekki á eitthvað eða huga ekki um eitthvað, þá er okkur sjaldnast gefin ástæða fyrir því – við fáum bara að vita að það sé „slæmt“ eða „rangt“ af því bara. Dyrunum er lokað engin samskipti eiga sér stað og á sama tíma er skoðunum annara þrengt upp á okkur.“

Tracy ríður því sjálf á vaðið og opnar sig um kynhvöt sína og hvernig hún hefur valdið henni erfiðleikum í parasamböndum.

Tracy hefur lent í því að elskhugar hennar hafa haft minni kynhvöt en hún og hefur það skapað erfiðleika þar sem elskhugunum finnst þeir ekki duga henni.

„Persónulega stunda ég sjálfsfróun 2-3 sinnum á hverjum degi, í rauninni í hvert sinn sem ég leggst upp í rúm eða þá daga sem ég stunda ekki kynlíf með maka mínum og þarf á útrás að halda. Ég geri mér grein fyrir að þetta hljómar  rosalega mikið hjá mér og að flestar aðrar konur gætu ekki jafnað þetta eða látið sig dreyma um að ræða þetta eða játa.  En við erum öll einstaklingar með mismunandi kynhvöt og þarfir á ólíkum tímum.“

Sjálf hélt hún um tíma að hún væri haldin kynlífsfíkn og að kynhvöt hennar væri afbrigðileg.

Henni var þó boðið að koma í þætti sem heita The Sex Clinic og ræða þar við kynlífssérfræðing.

„Til að komast að niðurstöðu um hvort kynhvöt mín væri heilbrigð, örugg og eðlileg ræddum við um hvernig, hvers vegna og hvenær ég stunda sjálfsfróun og hvernig mér líður á meðan henni stendur. Ég komst að þeirri niðurstöðu að ef ég stunda ekki sjálfsfróun fyrir svefninn þá á ég erfitt með að slaka á og sofa þar sem ég hef uppsafnaða spennu sem heldur mér vakandi, svona svipað og kaffi og orkudrykkir gera.“

Hins vegar með því að ræða opinskátt og hreinskilið við þennan sérfræðing komust þau að þeirri niðurstöðu að ekkert er athugavert við kynhvöt Tracy – hún er bara mikil og því hentar henni að finna sér maka sem hefur sambærilega kynhvöt.

„Skilgreiningin á fíkn er að hafa enga stjórn á einhverju sem þú ert að gera að því marki að það fer að hafa eyðileggjandi áhrif á líf þigg. Mér fannst þetta ekki eiga við mig persónulega, en ég viðurkenni þó að ég kemst ekki án þess að stunda sjálfsfróun án þess að það hafi áhrif á getu mína til að slaka á. Sérfræðingurinn sagði mér að þetta væri fullkomlega eðlilegt, alveg eins og við komumst ekki án svefns, matar eða vatns og slíkt verður ekki að fíkn fyrr en það fer að vera innbyrt í óheilbrigðu magni.“

Tracy er nú að hanna kynlífshjálpartæki fyrir karlmenn og einnig heldur hún úti reikning á OnlyFans og fleiri stöðum þar sem hún birtir myndir af sér fáklæddri. Segir hún að það trufli hana ekkert að karlmenn stundu sjálfsfróun yfir myndum af henni, enda sé sjálfsfróun holl og náttúruleg.

Hún bendir á fjölda kosta við sjálfsfróun:

  • dregur úr kynferðislegri spennu
  • þú tengist líkama þínum betur
  • það hefur jákvæð heilsufarsáhrif á hjarta þitt
  • minnkar líkur á ristilkrabbameini
  • styrkir grindarbotnin
  • dregur úr líkum á sýkingu í kynfærum
  • bætir ónæmiskerfið“

Að lokum segir hún:

Ef við myndum öll stunda meiri sjálfsfróun, stressa okkur minna, hressa okkur við, segja hvað okkur finnst og hafa aðeins meira gaman þá væri heimurinn mun betri og fallegri fyrir alla.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun