fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fókus

Ástæðan fyrir því að allir eru að tala um hárið hans Trump eftir kosningarnar

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 18. nóvember 2020 13:58

Donald Trump.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hár Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur verið á milli tannanna á fólki í mörg ár. Margir hafa velt því fyrir sér hvort hárið hans sé alvöru, hversu langan tíma það tekur fyrir hann að græja það og hvort hann liti það.

Þó svo að hár forsetans hafi verið reglulega til umræðu í fjölmiðlum, samfélagsmiðlum og kaffistofum víðs vegar um heiminn, þá hefur það vakið sérstaka athygli undanfarna viku.

Svo virðist sem ljósir lokkar Donald Trump hafi tekið að grána eftir kosningarnar. Insider, The Sun, Glamour, Daily Star og fleiri fjölmiðlar vestanhafs fjalla um málið.

Hárlitur Trump hefur breyst.

Það leið heil vika frá kosningum þar til Donald Trump steig fram opinberlega og hélt ræðu, þó ekki til að viðurkenna ósigur. Það voru ekki einungis orð hans sem vöktu athygli, heldur hár hans.

Eftir að hafa litað hár sitt ljósgult undanfarin ár virðist hann hafa leyft náttúrunni að taka völdin.

Það er ekkert nýtt að Bandaríkjaforsetar verða gráhærðir á meðan þeir eru í embætti. Barack Obama var orðinn gráhærður eftir tvö kjörtímabil, Bill Clinton varð það einnig.

En ólíkt þeim þá breyttist háralitur Trump skyndilega. Insider setur fram þá kenningu að um að hann sé með „sambandsslitahár“ (e. breakup hair) og gráa hárið sé hugsanlega merki um að hann sé tilbúinn að leita á önnur mið.

Netverjar á Twitter hafa margt um málið að segja og hafa ýmsar kenningar varðandi útlitsbreytingu forsetans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Eva var stoppuð af lögreglunni og kom í Dagbók lögreglunnar – „Æ Eva hættu að ljúga að opinberum starfsmanni“

Eva var stoppuð af lögreglunni og kom í Dagbók lögreglunnar – „Æ Eva hættu að ljúga að opinberum starfsmanni“
Fókus
Í gær

Rihanna stórglæsileg á bláa dreglinum við heimsfrumsýningu kvikmyndarinnar Smurfs 

Rihanna stórglæsileg á bláa dreglinum við heimsfrumsýningu kvikmyndarinnar Smurfs 
Fókus
Fyrir 2 dögum

Var heilt heimsveldi vísvitandi strokið út úr sögunni?

Var heilt heimsveldi vísvitandi strokið út úr sögunni?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sigga segist geta kveikt á ónýtri ljósaperu með því að leggja hana á ennið

Sigga segist geta kveikt á ónýtri ljósaperu með því að leggja hana á ennið
Fókus
Fyrir 5 dögum

Myndirnar sem Katy Perry vill ekki sjá: Orlando Bloom með dökkhærðri þokkadís

Myndirnar sem Katy Perry vill ekki sjá: Orlando Bloom með dökkhærðri þokkadís
Fókus
Fyrir 5 dögum

Yngri konan vill djamma og stunda kynlíf öll kvöld – „Hvað á ég að gera?“

Yngri konan vill djamma og stunda kynlíf öll kvöld – „Hvað á ég að gera?“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Starfsmaður skemmtiferðaskips birti mynd af launaseðlinum sínum

Starfsmaður skemmtiferðaskips birti mynd af launaseðlinum sínum
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ragnhildur gagnrýnir „ofurfyrirsætusnarlið“ sem fer sem eldur um sinu á samfélagsmiðlum

Ragnhildur gagnrýnir „ofurfyrirsætusnarlið“ sem fer sem eldur um sinu á samfélagsmiðlum