fbpx
Þriðjudagur 27.október 2020
Fókus

Antonio Banderas með COVID-19

Sóley Guðmundsdóttir
Mánudaginn 10. ágúst 2020 13:49

Leikarinn Antonio Banderas er greindur með Covid-19. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spænski leikarinn Antonio Banderas er greindur með Covid-19 samkvæmt Sky News. Antonio, sem fagnar 60 ára afmæli sínu í dag, greindi frá þessu á Twitter.

Antonio skrifar að hann þurfi að fagna sextugs afmælinu sínu í einangrun. Hann segir jafnframt frá því að honum líði vel en sé aðeins þreyttari en venjulega. Hann er viss um að hann muni jafna sig fljótt. Leikarinn ætlar að nýta tímann í einangrun til að lesa, skrifa, hvílast og halda áfram að gefa síðastliðnum 60 árum merkingu.

Antonio Banderas er meðal annars þekktur fyrir leik sinn í kvikmyndunum The Mask of Zorro, Genius og Pain and Glory.

Banderas er ekki eini þekkti leikarinn sem hefur greinst jákvæður af Covid-19. Þann 11. mars tilkynni Tom Hanks að hann og eiginkona hans, Rita Wilson, væru smituð af Covid-19. Einnig hafa Idris Elba og Daniel Dae Kim greinst með veiruna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Einhleypar athafnakonur – Eldklárar og æðislegar

Einhleypar athafnakonur – Eldklárar og æðislegar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kórdrengur í Kaupmannahöfn: Tíminn frá því í kringum 1970 lifnar við í nýrri bók eftir Jón Óskar Sólnes

Kórdrengur í Kaupmannahöfn: Tíminn frá því í kringum 1970 lifnar við í nýrri bók eftir Jón Óskar Sólnes
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Sturlaðar“ kröfur karlmanns fyrir framtíðar kærustu sína

„Sturlaðar“ kröfur karlmanns fyrir framtíðar kærustu sína
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Twitter – „Bauðst til að rassamæla alla fyrir tímann í ræktinni í morgun“

Vikan á Twitter – „Bauðst til að rassamæla alla fyrir tímann í ræktinni í morgun“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það voru ofsatrúarhópar sem réðust á okkur og lömdu okkur með biblíunni“

„Það voru ofsatrúarhópar sem réðust á okkur og lömdu okkur með biblíunni“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Móðir sakar prest um að veita barni áverka við skírn

Móðir sakar prest um að veita barni áverka við skírn