fbpx
Sunnudagur 31.maí 2020
Fókus

Bandarískur ferðamaður segir Íslendinga vera kuldalega og dónalega auk þess sem þeir prumpi, ropi og sjúgi upp í nefið á almannafæri

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 18. janúar 2020 13:20

Erlendir ferðamenn fyrir daga veirunnar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarískur maður sem komið hefur tvisvar til Íslands segir að viðmót Íslendinga sé einstaklega kuldalegt og hryssingslegt. Hann skrifar um reynslu sína af landanum í Facebook-hópi áhugafólks um ferðir til Íslands og segir meðal annars:

„Stærsta áfallið fyrir mig í fyrri ferðinni minni var kuldalegt og hryssingslegt viðmótið sem ég mætti.“ Maðurinn segist vera frá héraði í Bandaríkjunum þar sem  fólk er vingjarnlegt og leggi mikið upp úr mannlegum samskiptum. Hann segir að þar spyrji fólk hvernig náuninginn hefur það og biðjist afsökunar ef það rekist utan í einhvern. „Maður ryðst ekki bara framhjá næsta manni í matvöruversluninni, maður ýtir ekki við fólki og maður gengur ekki um ropandi, prumpandi og sjúgandi upp í nefið,“ skrifar maðurinn enn fremur.

Ennfremur segir maðurinn að Íslendingar kunni ekki að steikja hamborgara og segist tvisvar hafa fengið matareitrun eftir að hafa borðið vaneldaða hamborgara á Íslandi.

Þrátt fyrir alla gallana elski hann Ísland. Eftir aðra ferð sína til landsins hafi hann hins vegar komið niður á jörðina og látið af rómantískum hugmyndum sínum um land og þjóð. Hann segir að erfitt yrði fyrir sig að setjast að á landinu þar sem veturinn sem sínum kulda og myrkri sé mjög erfiður. Hann ætlar hins vegar að ferðast aftur hingað til lands.

Pistill mannsins á ensku er hér afritaður að neðan:

„Biggest shock for me my first trip was the coldness/abruptness I encountered. I’m from the XXXXX in the US, and we’re very friendly people who are from super small towns and thrive on social connection – we are the please/thank you, good day/goodbye, tell me all about your life, apologize profusely, and most definitely say excuse me type of people. You don’t just push past someone in the grocery store, you don’t shove by them, you don’t walking around burping/farting/snorting up your snot. I still couldn’t deal with that during my second trip, but at least I curtailed my cheery „Hi, how are you doing?“ greetings and just mumbled „daginn“ and didn’t make eye contact in order to fit in more, and took to snorting up all my snot in order to not offend anybody by blowing my nose (except now I’m doing it while back home and am offending Americans by snorting up the snot… so it’s a vicious cycle of not knowing how to fit in anywhere) 😂

Also, the lack of cooking hamburger well done. I dealt with two rounds of food borne illness my first trip thanks to way undercooked hamburgers (that I stupidly ate because when you get a $35USD burger, you’ll eat it even if it’s still moo-ing at you). Luckily I found a restaurant on my second trip that humored my „burn it“ request and served me up a well done burger.

I came away from my first trip to Iceland with a lot of romantic „oh, I must move there!“ notions, but my second trip really brought me down to earth. I freaking love Iceland, but I know I could never live there (immigration laws aside, before someone points that out). Culturally I would really really struggle, and I also love my sunlight, so winter was crazy hard for me. Which is proof people need to spend extended time there in all seasons before being all like „I’m moving to Iceland!“ I do have a third trip being planned (3 weeks during high summer), and probably a fourth, fifth, and sixth trip following those, so I’ll be back, repeatedly. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 5 dögum

Haukur deilir á foreldra sem hlífa börnum sínum of mikið

Haukur deilir á foreldra sem hlífa börnum sínum of mikið
Fókus
Fyrir 5 dögum

Linda þótti of lágvaxin fyrir Lögregluskólann en annað kom á daginn

Linda þótti of lágvaxin fyrir Lögregluskólann en annað kom á daginn
Fyrir 1 viku

Ritstjóri selur útsýnisíbúðina

Ritstjóri selur útsýnisíbúðina
Fókus
Fyrir 1 viku

Gleði og gaman í Hörpu þegar Storytel veitti verðlaun

Gleði og gaman í Hörpu þegar Storytel veitti verðlaun
Fókus
Fyrir 1 viku

Andstæðingur Fjallsins gerði 100 uppsetur á hverjum degi í mánuð og þetta gerðist

Andstæðingur Fjallsins gerði 100 uppsetur á hverjum degi í mánuð og þetta gerðist
Fókus
Fyrir 1 viku

Yngsta móðir Íslands slær í gegn á TikTok

Yngsta móðir Íslands slær í gegn á TikTok