Hinn 23. ára gamli Reynaldo Aroyo hafði ekki farið í klippingu í fimmtán ár að eigin sögn. Þegar hann skráði sig síðan í bandaríska herinn þurfti að breyta því, en það eru oft strangar reglur um hársídd í slíkum störfum. Frá þessu greinir Daily News.
Reynaldo ætlaði sér að gefa hárið til samtakanna Locks of Love, fyrirtækis sem gefur hárkollur til barna sem glíma við sjúkdóma sem tengjast hárlosi.
Hér að neðan má sjá myndband af því þegar Reynaldo fer í klippingu, en í því má sjá stóra lokka fjúka.
https://www.facebook.com/GoArmyWest/videos/1074095279648072/