fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fókus

Nærmynd af Kristjáni Gunnari: Hjálpaði Sjálfstæðismanni að koma upp aflandsfelagi í Panama – Kókaín, vændi og júdó

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 28. desember 2019 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Gunnar Valdimarsson var í kastljósi hjá flestum fjölmiðlum landsins í gær en Kristján var handtekinn á jóladag og úrskurðaður í fjögurra daga gæsluvarðhald, eða til 29. desember, grunaður um nauðgun, frelsissviptingu og fleiri brot. DV fjallaði ítarlega um Kristján Gunnar og gylliboð hans til ungra stúlkna á dögunum en þá hafði hann ítrekað boðið unglingsstúlkum fíkniefni í skiptum fyrir kynlíf á heimili hans í vesturbæ Reykjavíkur. Meint frelsissvipting átti sér stað eftir að DV fjallaði um hann.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Kristján ratar á síður fjölmiðla en hann hefur áður fengið sinn skammt af sviðsljósinu.

„Allir hafa gott af gagnrýni“

Kristján Gunnar er hvað þekktastur fyrir að vera skattasérfræðingur. Það má rekja það að einhverju leiti til hans að Landsbankinn hafi notast við aflandsfélög í Panama. Hann taldi það vera góðan kost að fjárfesta þar í landi á sínum tíma en hann var skattaráðgjafi bankans.

En Kristján er ekki bara sérfræðingur þegar kemur að sköttum, hann er einnig sérfræðingur í bardagaíþróttinni júdó. Þegar Kristján stundaði nám við lagadeild háskólans iðkaði hann júdó samhliða því. Hann var langt frá því að vera sáttur þegar gengið var framhjá Bjarna Friðrikssyni, júdómanni, í kjöri um íþróttamann ársins árið 1983. Kristján ákvað að bregða á það ráð að skrifa pistil í Morgunblaðið vegna málsins. „Ég held að nú sé einmitt tími fyrir íþróttafréttamenn á Íslandi að setjast niður yfir kaffibolla og hugsa sinn gang. Allir hafa gott af gagnrýni, aðeins með henni sjá menn það sem betur mætti fara í starfi sínu og reyna þá jafnframt að bæta sig,“ sagði Kristján í pistlinum. Kristján var þó ekki bara júdó iðkandi en hann gegndi um tíma embætti formanns í Júdósambandi Íslands.

Landsbankinn og Panama-félögin

Kristján er lektor við HÍ en þar hefur hann kennt námskeið í skattarétti. Nemandi sem sat námskeiðið sagði við DV árið 2010 að á námskeiðinu sé meðal annars farið í gegnum hvernig hægt sé að nota aflandsfélög til að færa peninga á milli landa og þær reglur sem gilda um slíka fjármagnsflutninga. „Það var auðvitað ekki staðið yfir manni og sagt: Ef þú þarft að koma undan peningum þá getur þú gert svona, svona og svona. En það var vissulega útskýrt hvernig þetta er gert.“

Þrátt fyrir að Kristján hafi ekki verið að segja nemendum að stunda viðskipti í gegnum aflandsfélög þá var hann svo sannarlega að gera það sjálfur. Kristján var umboðsaðili fyrir aflandsfélögin Empennage Inc. og Zinham Corp. en bæði félögin eru skráð í Panama.

Umdeild skattaráðgjöf og milljónir frá bankanum

Árið 2016 fjallaði Stundin um umdeilda skattaráðgjöf sem bankinn veitti viðskiptavinum sínum fyrir hrun. Allir þrír íslensku ráðherrarnir sem tengjast félögum í skattaskjólum fengu umrædda ráðgjöf frá Landsbankanum fyrir hrunið. Þegar Stundin hafði samband við hann vildi hann svara spurningum um eðli ráðgjafarinnar en hann var skattaráðgjafi Landsbankans fyrir hrunið. „Þegar það er verið að ávaxta peninga skiptir skattlagning auðvitað máli. Það er hægt að haga ráðstöfunum sínum þannig að það sé skattalega hagkvæmt en jafnframt fullkomlega löglegt,“ sagði Kristján í viðtali við Stundina.

Kristján var einnig tekinn í viðtal varðandi skattaskjóli í heimildarmynd Reykjavík Media ehf. og Kastljóssins um Wintris-málið. „Ég hef nú bara skoðað þetta út frá lagalegu sjónarmiði,“ sagði Kristján Gunnar í þættinum þegar hann var spurður um það hvort honum þætti það siðferðislega rétt að stunda viðskipti í gegnum skattaskjól og aflandsfélög. „Þetta eru lögin og það er nú yfirleitt þannig að lögin endurspegla siðferðið. Og ef það er farið eftir lögum, þá hlýtur það að vera siðferðilega rétt,“ sagði Kristján Gunnar í þættinum

Þegar Landsbankinn féll í byrjun október árið 2008 kröfðust 15 starfsmenn samtals 2,6 milljarða úr búi bankans. Kristján var á meðal þessa 15 starfsmanna en hann var forstöðumaður skattasviðs í bankanum þegar hann féll. Kristján krafðist þess að fá 102 milljónir úr þrotabúi bankans.

Ekki í fyrsta sinn sem rektorinn er inntur eftir svörum vegna Kristjáns – „Það þarf bara að fara yfir málið“

Eftir að DV greindi frá Kristján héldi unglingapartý í vesturbænum þar sem hann bauð stúlkum fíkniefni í skiptum fyrir kynlíf var haft samband við Jón Atla Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, til að sjá hvað hann hefði að segja um málið. ,,Mér er kunnugt um að alvarlegar ásakanir gegn starfsmanni hafi verið settar fram í fjölmiðlum í dag. Ég get ekki tjáð mig um málefni einstakra starfsmanna en tek fram að starfsmannamál fara í lögbundinn farveg innan Háskóla Íslands,” sagði Jón Atli í samtali við DV en þetta er ekki í fyrsta skipti sem hann er inntur eftir viðbrögðum eftir að fjallað er um Kristján í fjölmiðlum.

Árið 2013 óskaði Kristján eftir því að stofna til viðskiptasambands við lögmannsstofuna Mossack Fonseca í Panama. Þá notaði hann lektorstitil sinn í samskiptum við stofuna. Samkvæmt upplýsingum Kastljóss óskaði Kristján eftir því að fá eins konar umboð fyrir aflandsþjónustu lögmannsstofuna hér á landi. Jón Atli þurfti einnig að svara fyrir störf Kristjáns í kjölfarið á þessu. Í samtali við Fréttablaðið sagði Jón að það hefði komið sér á óvart að Kristján hafi notað lektorstitilinn sinn í þessum tilgangi. Þá fór stjórn Háskólans yfir málið og ræddi við Kristján í kjölfarið. „Hann er hér í hlutastarfi og sinnir öðrum verkefnum en það þarf bara að fara yfir málið,“ sagði Jón.

„Ég man nú bara ekki eftir þessu“

Kristján hefur einnig komið í fréttirnar fyrir að hafa haft milligöngu um uppsetningu eftirlaunasjóðs í Panama fyrir fyrrverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Júlíus Vífil Ingvarsson. Þetta kom fram í Kastljósi árið 2016.

Gögn úr grunni Mossack Fonseca sýna að í ársbyrjun 2014 stofnaði Júlíus Vífill félagið Silwood Foundation á Panama, og greiddi fyrir um 200 þúsund krónur. Rík áhersla var lögð á að nafn Júlíusar Vífils yrði ekki í forgrunni félagsins, hlutabréf þess stíluð á handhafa en ekki nafn hans. 

Þegar Kristján var spurður hvers vegna svona milli áhersla hefði verið lögð á að fela raunverulegt eignarhald Júlíusar á félaginu sagðist hann ekki kannast við þetta né muna eftir þessu. „Nei ég man nú bara ekki eftir þessu ég verð að segja það.“

Bauð 17 ára stúlku kókaín í skiptum fyrir kynlíf

DV greindi frá því fyrir jól að nágrannar Kristjáns hafi kvartað sáran undan miklu partístandi við heimili Kristjáns. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum mun Kristján Gunnar hafa haldið umrædd partí og boðið þar unglingsstúlkum fíkniefni á borð við kókaín í skiptum fyrir kynlíf. Ein stúlka, sem DV ræddi við, sagðist hafa hitt Kristján Gunnar á sautján ára afmælinu sínu. Að hennar sögn bauð Kristján Gunnar henni kókaín og gekk síðan á hana um kynlíf í skiptum fyrir fíkniefnin. Stúlkan segist hafa hafnað umleitan hans og flúið af heimili hans með leigubíl.

Þá greindi DV einnig frá því að tvær vændiskonur frá Suður-Ameríku hafi búið á efstu hæð heimili hans. Samkvæmt heimildum DV hafði Kristján Gunnar flogið þeim til landsins og voru þær honum innan handar ef hann þurfti á þjónustu þeirra að halda.

Sjá meira: Lektor við HÍ með unglingapartí í Vesturbænum:Bauð unglingsstúlkum fíkniefni í skiptum fyrir kynlíf

Fjarlægður af vefsíðu

Kristján Gunnar var nýlega kynntur sem einn af eigendum Cato lögmanna á Íslandi. Hann hefur þó af einhverjum ástæðum verið fjarlægður af vefsíðu lögmannsstofunnar. Á heimasíðu Háskóla Íslands er hann skráður lektor lagadeildar. Þá vann hann einnig sem lögfræðingur hjá Umboðsmanni Alþingis um skamma hríð fyrir margt löngu. Þá vann hann hjá Fjármálaráðuneytinu og gegndi stöðu forstöðumanns skattasviðs Búnaðarbanka Íslands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“
Pressan
Fyrir 2 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín
Fókus
Fyrir 5 dögum

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla