fbpx
Fimmtudagur 24.september 2020
Fókus

Ritdómur um Vetrargulrætur: Hjörtum svipar saman

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 7. nóvember 2019 09:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Sigurðardóttir: Vetrargulrætur

Smásögur

Útgefandi: Mál og menning

254 bls.

Vetrargulrætur eftir Rögnu Sigurðardóttur er afskaplega ríkulegt og gefandi smásagnasafn á svo margan hátt. Sögurnar eru fimm talsins og allar langar. Tugablaðsíðna smásögur eru krefjandi form sem margir af fremstu smásagnahöfundum heims hafa spreytt sig á, til dæmis nóbelsverðlaunahöfundurinn Alice Munro. Það kemur ekki á óvart að Ragna hefur upplýst um dálæti sitt á Munro og nokkrum fleiri samtímameisturum formsins í viðtali; þó að ekki sé hægt að greina nein sérstök Munro-áhrif í sögum Rögnu er ýmislegt sameiginlegt, sálfræðileg dýpt, hæg atburðarás og ríkulegur söguþráður í fremur knöppu formi; og er ekki leiðum að líkjast.

Fyrsta sagan er grípandi og áleitin. Kona sem ekki má vamm sitt vita verður fyrir þeirri óþægilegu reynslu að týna barni í starfi sínu á leikskóla. Barnið er dauðhrætt við hana og ögrar þeir mynd sem konan sem sjálf er móðir hefur af sjálfri sér: að börn laðist að henni. Þessi vammlausa kona upplifir sig hvað eftir annað í hlutverki sökudólgs sem veit ekki hvað hann hefur gert af sér. Konan sinnir myndlist í hjáverkum og reynir þar að takast á við óræða liti og drætti tilverunnar.

Saga númer tvö segir frá ungu myndlistarpari sem býr í Hollandi. Maðurinn grípur til örþrifaráða vegna depurðar konu sinnar sem stafar af slöku gengi hennar í listaheiminum. Þessi saga af myndlistarpari úr nútímanum kallast skemmtilega á við sögu af öðru myndistarpari sem gerist í Reykjavík um miðja síðustu öld. Þar valtar maðurinn smám saman yfir allt sköpunarsvigrúm konunnar, meira og minna ómeðvitað, í krafti hefða. Þetta er feminísk smásaga í besta skilningi orðsins.

Þarna er saga sem gefur innsýn í meðferð Íslendinga á gyðingum í aðdraganda síðari heimstyrjaldarinnar en lokasagan gerist á 18. öld og segir frá draumum og þrám blinds niðursetnings. Þar er komin fyrsta aðalpersóna bókarinnar sem ekki er myndlistarmaður en blindi drengurinn er engu að síður andlegur bróðir myndlistarmannanna í bókinni, með hjartað titrandi af þrá eftir fegurð. Falleg og hjartnæm sama.

Þetta er hnýsilegur og djúpur texti. Bókin er í senn heildstæð og fjölbreytt. Veitir í senn innsýn í nútímalíf og tíðaranda fyrri tíma og sýnir jafnframt að mannshjartað slær með sama hætti á öllum tímum. Framúrskarandi smásagnasafn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fókus
Í gær

Bubbi um ástandið – „Ekki hægt að taka vinnuna af fólki í eitt eða tvö ár“

Bubbi um ástandið – „Ekki hægt að taka vinnuna af fólki í eitt eða tvö ár“
Fókus
Í gær

Bikinímynd Jennifer Lopez veldur usla

Bikinímynd Jennifer Lopez veldur usla
Fókus
Fyrir 5 dögum

Telur sig vera með stærstu brjóst Bretlands

Telur sig vera með stærstu brjóst Bretlands
Fókus
Fyrir 5 dögum

Tinder laugin – Hvar eru þau nú? Umtöluðustu keppendurnir stíga fram

Tinder laugin – Hvar eru þau nú? Umtöluðustu keppendurnir stíga fram