Kvikmyndin ber heitið El Camino en notendur Netflix geta horft á myndina á streymisveitunni á morgun. Myndin tekur upp þráðinn þar sem þættirnir enduðu en aðdáendur þáttanna hafa beðið spenntir eftir þessari mynd alveg síðan orðrómur um gerð hennar fór að berast.
Hér fyrir neðan má sjá stiklu fyrir bíómyndina
Breaking Bad hófu göngu sína árið 2008 á sjónvarpsstöðinni AMC, fimm þáttaraðir voru framleiddar og lauk þeim haustið 2013. Þættirnir unnu alls 16 Emmy-verðlaun og tvö Golden Globe verðlaun.