Mánudagur 09.desember 2019
Ekki missa afFókus

Ragna Lóa og Hermann í málaferlum eftir skilnað: Sjáðu myndirnar af villunni

Fókus
Laugardaginn 26. janúar 2019 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í vikunni var tekið fyrir dómsmál Rögnu Lóu Stefánsdóttur gegn fyrrverandi eiginmanni sínum, Hermanni Hreiðarssyni. Parið skildi að skiptum árið 2016 eftir tuttugu ára samband. Þorra þess tíma bjuggu þau í Englandi þar sem Hermann spilaði sem atvinnumaður í knattspyrnu með fjölmörgum liðum. Ragna Lóa var lengi ein af okkar bestu knattspyrnukonum og spilaði fjölda landsleikja. Eru Ragna Lóa og Hermann bæði mikið afreksfólk í íþróttum.

Á meðan glíman í réttarsalnum gengur yfir þá er fyrrverandi heimili Rögnu Lóu og Hermanns enn á söluskrá. Um er að ræða glæsilegt 400 fermetra einbýlishús í Árbænum. Ásett verð er 129 milljónir króna. Eignin var fyrst auglýst til sölu síðasta sumar en markaður fyrir stórar dýrar eignir er þungur.

Vísir hefur fjallað ítarlega um þessa glæsilegu eign en þar er að finna glæsilegan glymskratta og barstóla í líki kóktappa.

Þá er stórt og mikið fataherbergi út af svefnherberginu auk partíherbergis þar sem er popp- og tyggjóvél, bar, risaskjár, þythokkíborð og margt fleira.

Níu herbergi eru í húsinu og sex svefnherbergi.

Hér má sjá heimsókn Sindra Sindrason í höllina og fyrir neðan má sjá myndir af þessu fallega húsi.

Í lýsingu á húsinu sem er byggt árið 1982 segir:

Í húsinu eru sérsmíðaðar innréttingar, sérinnflutt parket og flísar, vönduð blöndunartæki.  Miele eldhústæki, innbyggð kaffivél ásamt vínkæli. Mjög stór afgirt suðurverönd með heitum potti.

Þá eru fimm til sex svefnherbergi, þrjú baðherbergi, möguleiki á aukaíbúð. Mjög stórt og fallegt samkomurými með sjónvörpum,myndvörpum, salerni og stórum bar.

Einnig er þar hjónasvíta með sér baðherbergi og fataherbergi og útgengi út á svalir.

Þá er fallegur garður, verönd og Bílaplan. Í garðinum er síðan heitur pottur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

Andrea Bocelli á leið til Íslands – Tónleikar í Kórnum 23. maí

Andrea Bocelli á leið til Íslands – Tónleikar í Kórnum 23. maí
Fókus
Fyrir 3 dögum

Árni bjó á götunni árið 2016: Nú hefur hann opnað sinn eigin veitingastað í Reykjavík

Árni bjó á götunni árið 2016: Nú hefur hann opnað sinn eigin veitingastað í Reykjavík
Fókus
Fyrir 4 dögum

Njarðvíkingar æfir yfir letihaugi: „Hámark letinnar!“

Njarðvíkingar æfir yfir letihaugi: „Hámark letinnar!“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ugla Stefanía rifjar upp leiðinlegt atvik á jólunum í fyrra – „Í hvert skipti sagði enginn neitt“

Ugla Stefanía rifjar upp leiðinlegt atvik á jólunum í fyrra – „Í hvert skipti sagði enginn neitt“