fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Spádómar Ellýjar um 2019 – Dagur dregur sig í hlé, nýtt líf Svölu, Sölku og Rúriks, sigrar Baltasars

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 2. janúar 2019 08:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athafnakonan Ellý Ármanns lítur í tarotspil sín og segir til um hvað árið 2019 ber í skauti sér hjá nokkrum þekktum einstaklingum í Fréttablaðinu, sem kom út í dag, annan dag hins nýja árs.

Ellý segir Guðna Th. Jóhannesson forseta hughreysta þjóðina í lok árs í kjölfar náttúruhamfara, „eins og elskandi faðir,“ og segir hann munu sinna hlutverki sínu ákaflega vel á árinu. „Ég minni hann á að sinna konu sinni mun betur en hann hefur gert undanfarið ár og gefa henni meiri tíma fyrir þau tvö.“

Barneignir framundan

Knattspyrnumaðurinn Rúrik Gíslason verður faðir á árinu að sögn Ellýjar. „Rúrik skrifar undir nýjan samning þar sem sólin skín allan ársins hring. Á nýju ári birtist hann ástfanginn og móttækilegur, og konan hans er íslensk.“ Mun spá Ellýjar líklega gleðja íslenska aðdáendur Rúriks, en nýlega komu fréttir um að hann hefði varið jólum og áramótum með brasilískri fyrirsætu. „Rúrik verður pabbi í lok árs 2019 eða byrjun árs 2020. Hann þarf að leyfa sér að hvílast oftar en áður og það veit hann.“

Ljósmynd: DV/Hanna

„Svölu Björgvins hungrar í ást og gott jafnvægi, og árið 2019 gefur henni það allt og meira til,“ segir Ellý um söngkonuna, sem flutti aftur heim til Íslands í fyrra, eftir að hafa búið árum saman í Los Angeles. Segir Ellý að draumar Svölu lifni við ekki síst vegna sjálfstrausts hennar. Einnig sér Ellý nýtt líf kvikna og að Svala eða bróðir hennar Krummi muni eignast barn á árinu.

Svala Björgvins. Ljósmynd: DV/Hanna

Leik- og söngkonan Salka Sól Eyfeld mun einnig takast á hendur mikilvægasta hlutverkið samkvæmt spá Ellýjar, sjálft móðurhlutverkið. Hvað listina varðar mun hún velja úr hlutverkum.

Söngvarinn Valdimar mun einnig öðlast nýtt líf á árinu eftir aðgerð og eignast barn. „Stúlku sýnist mér, og það er eins og allt breytist hjá honum. Ástin umvefur Valdimar og hann helgar sig fjölskyldunni.“

Ljósmynd: DV/Hanna

Leikstjórinn Baltasar Kormákur birtist í mynd tveggja dýra, sem leita sífellt í sitthvora áttina. „Baltasar kemur sífellt á óvart en hans stærsta verk eða verkefni hefst fyrir alvöru í byrjun nýársins. Hann gerir sér háar hugmyndir fyrirfram og það er eins og þær einfaldlega rætist. Baltasar sigrar með því að tala hreint út, segja hug sinn og tilfinningar.“

„Herra Hnetusmjör er svo vinnusamur og greindur að hann er þyngdar sinnar virði í gulli. Hann vinnur hins vegar of mikið og leikur sér lítið á nýja árinu. Skatturinn gæti verið með hann undir smásjá en hann er með allt á hreinu þegar kemur að bókhaldinu, en hér birtist aðvörun og hann er minntur á að allur skítur flýtur upp í þeim málum,“ segir Ellý, sem segir hann festa rætur erlendis.

Herra Hnetusmjör

Bjarni og Dagur þurfa að huga betur að heilsunni

Bjarna Ben segir hún furðulega blöndu af íhaldssömum hefðum og nýjungagirni. „Sérvitur er Bjarni og það er eins og sérviska hans nýtist honum árið 2019. Hann er óútreiknanlegur í ákvarðanatöku sem fyrir honum liggur í lok febrúar eða byrjun mars og kemur öllum á óvart, líka flokksfélögunum. Keppnisharka og vinnusemi Bjarna er geigvænleg en nú þarf hann að hugsa sérstaklega vel um jafnvægið, mataræðið og heilsuna,“ segir Ellý.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra

Forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir kemur einnig við sögu og segir Ellý hana munu uppskera laun erfiðis síns á árinu. „Hún er sennilega mesti mannvinurinn af öllum sem ég skoða hér í spilunum en samt er hún einhver sú tilfinningaheftasta, sem eru kostir sem koma sér vel fyrir hana í pólitísku, íslensku umhverfi.“

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands.

Samkvæmt spá Ellýjar mun Dagur B. Eggertsson borgarstjóri ákveða að draga sig í hlé á árinu, líkaminn segir stopp. „Dagur hefur dreift kröftum sínum eins og óheft kvikasilfur en hér birtast kaflaskil. Dagur stendur á vegamótum. Ákvörðunartaka sem reynist honum mjög erfið því hér er hann klofinn; annars vegar er honum umhugað um borgina og hins vegar veit hann hvað tilveran er hverful og kýs þess vegna að hlúa að sér og fólkinu sínu. Hver tekur við sé ég ekki.“

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri

Einnig spáir Ellý fyrir um veðurfarið, heilbrigðismál, landsliðin í knattspyrnu, náttúruhamfarir, hamfarir og breytingar á Alþingi. Klaustursmálið mun enn vera í umræðunni á nýju ári. „Djúpur lærdómur verður numinn. Sannleikurinn nær eyrum Íslendinga og Íslendingar efla með sér hugrekki. Breytingar munu birtast og stjórnmálaferill þeirra sem á Klaustrinu komu við sögu er búinn að vera.“

Fleira kemur fram í spá Ellýjar sem lesa má í heild sinni hér.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“