fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

Ritdómur um Eitraða barnið: Nútímaleg saga úr fortíðinni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 3. desember 2018 14:00

Guðmundur Brynjólfsson er snjall höfundur á mikilli uppleið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur S. Brynjólfsson: Eitraða barnið

Útgefandi: Sæmundur

198 bls.

Eitraða barnið er skáldsaga sem gerist í kringum aldamótin 1900 en talar þó með áleitnum hætti inn í nútímann og fellur vel inn í þjóðfélagsumræðu síðustu missera: Sagan lýsir því meðal annars hvað konur voru varnarlausar fyrir kynferðisofbeldi á þessum tíma og fordómunum sem þolendur slíkra brota gátu mætt, en vekur um leið þá spurningu hvort ástandið hafi breyst nægilega. Kynferðisbrot eru í það minnsta enn gífurlegt böl í nútímasamfélagi. Í dag ríkir enn fornaldarhugsunarháttur víða á Vesturlöndum og árið 1900 var til fólk með nútímalegan hugsunarhátt mannúðar og víðsýni – þessa sér einmitt stað í þessari prýðilegu skáldsögu.

Sagan gerist á Eyrarbakka og í nærsveitum, á heimavelli höfundarins, Guðmundar Brynjólfssonar. Hún rekur spennandi sakamál þar sem meðal annars koma fyrir tvær nauðganir og barnsmorð. Fléttan er býsna slungin og lausnin vel hugsuð.

Í flestum góðum skáldsögum er persónusköpunin samt mesta hnossið og það gildir svo sannarlega um Eitraða barnið. Þetta er bæði efnisþétt og persónumörg saga miðað við aðeins tæpar 200 síður. Aðalpersónurnar eru sýslumannshjónin Eyjólfur Jónsson og eiginkona hans Anna Bjarnadóttir. Að öðrum persónum ólöstuðum eru þau eftirminnilegust, og á hæla þeim kemur skítmennið Kár Ketilsson. Sýslumaðurinn er í raun veiklundað góðmenni en eiginkonan er afar röggsöm, með réttlætiskenndina í prýðilegu lagi og dómgreindina hnífskarpa. Þar sem bókin er ekki lengri sér maður eftir þessum skemmtilegu persónum að lestri loknum en góðu fréttirnar eru þær að við munum fá að hitta þær aftur, því Eitraða barnið er fyrsta bókin í þríleik eftir Guðmund Brynjólfsson.

Við lifum skrýtna og þversagnarkennda tíma á íslenskum bókamarkaði: lesendum fer sífellt fækkandi en nýjum og spennandi höfundum fjölgandi. Guðmundur Brynjólfsson er reyndar ekki ungur maður en byrjaði fyrst að gefa út árið 2009. Síðan hefur hver skáldsagan rekið aðra auk þess sem Guðmundur hefur verið atkvæðamikill í leikhússkrifum. Þá hefur hann vakið athygli fyrir umdeilda en afburðavel stílaða blaðapistla.

Mér virðist Guðmundur sífellt vera að brýna sín vopn og ná ógnartaki á tungumálinu. Eitraða barnið er bæði afar vel stíluð og prýðilega uppbyggð. Hún vekur tilhlökkun fyrir næstu verkum höfundar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eva Ruza fer í skóför Felix

Eva Ruza fer í skóför Felix
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sonur Elísu og Elíss fæddur

Sonur Elísu og Elíss fæddur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“