fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Þorbjörn lést á mánudag fimm dögum eftir ákall móður hans – „Elsku fallegi sonur minn, hvíl í friði“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 17. október 2018 17:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðvikudaginn 10. október birtist viðtal við Guðrúnu Hauksdóttur Schmidt þar sem hún vakti athygli á aðstæðum útigangsmanna. Málefnið er Guðrúnu kært, enda var sonur hennar Þorbjörn Haukur, einn þessara manna.

Lestu einnig: Vinur Þorbjarnar dó þegar hann var keyrður niður – Óttast að Þorbjörn sé næstur – „Það lifa ekki allir kaldan veturinn af“

Þegar viðtalið birtist var Guðrún nýbúin í heimsókn á Íslandi þar sem hún hitti son sinn. Hafði hún áhyggjur af að sonur hennar yrði næstur til að deyja, enda gatan ekki góður svefnstaður fyrir einstaklinga og sérstaklega þegar veturinn skellur á.

„Ég verð svo sorgmædd að hugsa til þeirra sem hafa ekkert húsaskjól. Það eru ekki allir sem lifa kaldan veturinn af. Mér líður ekki vel með að hugsa til þess að sonur minn og allir hinir búi bara á bekkjum í vetur,“ sagði hún og bætti við að Þorbjörn hefði sýnt henni þá staði sem hann sefur á ef hann fær ekki pláss í gistiskýlinu.

„Sumir velja kirkjugarða, aðrir kjallara sem eru opnir. Hann sýndi mér alla bekkina sem hann hefur sofið á í miðbæ Reykjavíkur.“

Guðrún kallaði svo eftir því að útigangsfólki í Reykjavík yrði betur sinnt. „Hvað er að ráðamönnum þessa lands. Það er ekki eins og Reykjavík sé margra milljóna borg? Borgin er lítil og einfalt að hjálpa öllum, ef viljinn er fyrir hendi. Peningarnir eru greinilega til, en pólitíkusar loka augunum fyrir vandanum. Er ekki kominn tími til að þessu blessaða fólki sé sinnt, núna strax. Björgum þessum manneskjum frá götunni.“

Guðrún greindi svo frá andláti sonar síns í gær.

Í þetta sinn voru það mér þung skref að fara til Íslands. Elskulegur sonur minn Þorbjörn Haukur kvaddi þennan heim í gær [mánudag]. Ég get aðeins verið þakklát fyrir þann tíma sem við áttum saman í fullri einlægni og miklum kærleik fyrir nokkrum dögum síðan. Elsku fallegi sonur minn , hvíl í friði.

Útför Þorbjarnar verður frá Kópavogskirkju mánudaginn 22. október kl. 15.  „Við tökum vel á móti vinum Þorbjarnar Hauks,“ segir Guðrún í samtali við DV.

„Móðir okkar kom í heimsókn til Íslands á dögunum, hitti son sinn og kom fram í viðtali í blöðunum til að styðja við þetta mikilvæga málefni. Það fór svo þannig, 5 dögum eftir að greinin kom út, að hann Þorbjörn bróðir minn lést. Hann var næstur,“ skrifar systir hans, Dagrún Fanný.

Við vottum aðstandendum og vinum Þorbjarnar Hauks innilegar samúðarkveðjur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

„Ég er bara rétt að byrja, ef maður getur sagt það eftir 11 ár“

„Ég er bara rétt að byrja, ef maður getur sagt það eftir 11 ár“
Fókus
Í gær

Eurovision: Skemmtilegar, skondnar og skrítnar staðreyndir

Eurovision: Skemmtilegar, skondnar og skrítnar staðreyndir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sex ótrúlegar staðreyndir um Friends sem þú vissir ekki

Sex ótrúlegar staðreyndir um Friends sem þú vissir ekki
Fyrir 3 dögum

Súkkulaðisvindlarinn plataði samstarfsfólk sitt: „Þetta er eitthvað sjúklegt sem ég ræð ekki við“

Súkkulaðisvindlarinn plataði samstarfsfólk sitt: „Þetta er eitthvað sjúklegt sem ég ræð ekki við“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lína Birgitta: „Ég er mjög peppandi. Mér finnst það og flestir segja það við mig“

Lína Birgitta: „Ég er mjög peppandi. Mér finnst það og flestir segja það við mig“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dregur sannleiksgildi Leaving Neverland í efa: „Fólk skáldaði bara upp einhverja bölvaða sögu því það vildi eignast peninga“

Dregur sannleiksgildi Leaving Neverland í efa: „Fólk skáldaði bara upp einhverja bölvaða sögu því það vildi eignast peninga“