fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Sjónræn skráning á lifríki Surtseyjar – Sýning Þórunnar Báru

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 3. október 2018 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á föstudag opnar listasýning í Menningarhúsinu Spönginni þar sem lífríki og jarðfræði er fléttað saman. Listakonan Þórunn Bára Björnsdóttir setur upp sýninguna Surtsey – Ég er náttúra en sýningin er nokkurs konar sjónræn skráning á lífríki Surtseyjar. Þórunn Bára vinnur mikið með náttúruskynjun og telur skynreynslu einstaklinga geta orðið hvati til góðra verka.

Verkin á sýningunni eru gerð á árinu 2018 og hafa tilvísun í rannsóknir á þróun lífríkis og jarðfræði í Surtsey en Þórunn Bára hefur unnið með þann efnivið síðastliðinn áratug.

Þórunn Bára vinnur með náttúruskynjun og trúir því að skynreynsla sé vannýtt leið að gagnrýnni hugsun og ábyrgð einstaklings á umhverfi og eigin lífi, sem gæti dregið úr firringu og orðið hvati til góðra verka. Hún vinnur stór litrík verk með óræðum formum í þeirri trú að það stöðvi tímann eitt augnablik og dragi úr streitu í innra samtali manns við hversdagslega náttúru. Þórunn Bára leitar að undirliggjandi  formgerð í óreiðu lifandi náttúru sem hún túlkar með óhlutbundnu og hlutbundnu myndmáli. Hún ímyndar sér að með því varpi hún ljósi á undrið í lífinu, fegurðina og margbreytileikann í sköpun og eyðileggingu, lífsbaráttu og leit alls sem lifir í náttúrunni eftir öryggi.

Verkin vinnur Þórunn Bára í seríum og eru þau hluti af heildarverki, nokkurskonar sjónrænni skráningu á lífríki Surtseyjar.

Þórunn Bára lauk prófi í málun og teikningu frá Listaháskólanum í Edinborg og mastersprófi í listum frá Wesleyan háskóla í Bandaríkunum.

Þórunn Bára er nú sjálfstætt starfandi myndlistarmaður í Reykjavík og má kynnast verkum hennar á vefsíðu hennar. Verk Þórunnar Báru eru sýnd og til sölu á Gallerí Fold en einnig má nálgast verk á vinnustofu hennar.

Sýningin verður opin til 9. nóvember.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“