fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Eyjan

Andri Snær gefur lítið fyrir boð Stefáns Einars – „Á ég að mæta í viðtal til að rangfærslurnar verði viral?“

Eyjan
Miðvikudaginn 1. október 2025 15:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólíklegt verður að teljast að Andri Snær Magnason, rithöfundur, muni taka tilboði fjölmiðlamannsins Stefáns Einars Stefánssonar og mæta í viðtalsþáttinn Spursmál til þess að taka umræðu um starfslaun rithöfunda. Ástæðan er fyrst og fremst sú að Andri Snær er afar ósáttur við að Morgunblaðið leiðrétti ekki rangfærslur í umfjöllun sinni sem birt var um síðustu helgi.

Eins og fram hefur komið byggði sú umfjöllun blaðsins á gögnum frá Samtökum skattgreiðenda sem birti fjölda greiddra mánaða starfslauna hjá hverjum og einum höfundi, heildarritlaun yfir allt tímabilið, fjölda bóka og blaðsíðna og starfslaun á hverja útgefna blaðsíðu. Kom meðal annars fram að Andri Snær hefði fengið 137,8 milljónir króna á 25 árum fyrir „fimm bækur“, eða 106.957 krónur á hverja blaðsíðu.

Andri Snær skrifaði grein í morgun þar sem hann fór yfir verk sín og benti á að fjölmörg þeirra kæmu ekki fram í áðurnefndum gögnum frá Samtökum skattgreiðenda. Hið sama hafði Hallgrímur Helgason bent á en fjölmörg verk hans vantaði einnig.

Andri Snær segist hafa óskað eftir því að Morgunblaðið leiðrétti umfjöllun sína en það hafi blaðið ekki gert. Hann sjái því lítinn tilgang að ræða málin við fjölmiðla sem ástundi slík vinnubrögð.

„Þetta er fyrir neðan allar hellur. Ég sendi leiðréttingu á Morgunblaðið og bendi á ófagleg vinnubrögð. Þar eru verk mín gróflega vantalin. Því er svarað með áskorun um að mæta blaðamanni í einhverskonar einvígi, en fréttin er EKKI leiðrétt heldur þvert á móti. Sett á netið uppfærð í dag klukkan 11:51 með öllum rangfærslum en engum leiðréttingum! Á ég að mæta í viðtal til að rangfærslurnar verði viral? Eiga þær að standa í blaðinu eins og sannleikur svo fólk geti fundið það sem ,,heimild“ í framtíðinni. Tölurnar kolrangar og tíu höfundum eru ofætlaðar greiðslur svo nemur tugum milljóna. Ég er búinn að reikna það en ég ætla ekki að vinna vinnuna fyrir þessa blaðamenn. Vísbending: Árið 2009 voru starfslaunin verktakalaun upp á 266.737 kr. Starfslaun árið 2015 voru 321.795kr verktakalaun. Mér voru eignaðir 246 mánuðir. Kunna ekki að telja bækur. Kunna ekki að reikna. Kunna svo ekki að skammast sín. Hvað er þá eftir?“ skrifar Andri Snær.

Hér má sjá færslu rithöfundarins:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Að staðsetja Sjálfstæðisflokkinn

Björn Jón skrifar: Að staðsetja Sjálfstæðisflokkinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Búðarrölt lögreglustjórans

Óttar Guðmundsson skrifar: Búðarrölt lögreglustjórans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sérstakur fulltrúi Valhallar sendur til að anda ofan í hálsmál ritstjórnarinnar

Reynir Traustason: Sérstakur fulltrúi Valhallar sendur til að anda ofan í hálsmál ritstjórnarinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Mogginn vill leiðrétta mannréttindabrot en bara „hóflega“

Svarthöfði skrifar: Mogginn vill leiðrétta mannréttindabrot en bara „hóflega“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sorg þeirra er okkar sorg

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sorg þeirra er okkar sorg