fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Eyjan

Grínisti aðstoðar dómsmálaráðherra

Jakob Snævar Ólafsson
Fimmtudaginn 2. janúar 2025 14:33

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir- Mynd:Ernir. Jakob Birgisson-Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir sem tók við embætti við dómsmálaráðherra 21. desember síðastliðinn hefur ráðið sér tvo aðstoðarmenn eins og hún hefur heimild til samkvæmt lögum. Athygli vekur að annar þeirra er grínistinn Jakob Birgisson.

Í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu kemur fram að Jakob útskrifaðist með stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík 2018. Hann hefur starfað sem uppistandari síðan og hefur haldið fjölda sýninga um land allt. Samhliða uppistandi hefur Jakob starfað við texta- og hugmyndavinnu hjá auglýsingastofunni Hvíta húsinu. Þá hefur hann verið sjálfstætt starfandi við textagerð, stefnumótun og kynningarmál. Jakob á einnig feril í dagskrárgerð í útvarpi og sjónvarpi. .

Hinn aðstoðarmaður Þorbjargar verður Þórólfur Heiðar Þorsteinsson. Hann lauk meistaraprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2007 og hlaut lögmannsréttindi árið 2010. Þá lauk hann LL.M gráðu frá Uppsalaháskóla árið 2015. Þórólfur hefur starfað sem lögfræðingur hjá Samkeppniseftirlitinu frá árinu 2022, en áður starfaði hann sem lögfræðingur hjá Bankasýslu ríkisins og BBA//Fjeldco.

Þórólfur hefur mikla reynslu af félagsstörfum og er meðal annars varaformaður aðalstjórnar Breiðabliks og formaður áfrýjunardómstóls Körfuknattleikssambands Íslands. Þá hefur hann þjálfað yngri flokka í körfuknattleik hjá Breiðablik í mörg ár. Jafnframt er hann einn af eigendum veitingastaðarins Mossley á Kársnesinu.

Jakob og Þórólfur hafa þegar tekið til starfa í ráðuneytinu.

Heldur grínið áfram?

Óljóst er á þessari stundu hvort að Jakob mun leggja grínið til hliðar á meðan hann gegnir starfi aðstoðarmanns dómsmálaráðherra. Á miðasöluvefnum tix.is eru til sölu miðar á tvær uppistandssýningar með honum í Tjarnarbíó 11. og 25. janúar næstkomandi.

DV hefur ekki upplýsingar um að Jakob hafi starfað fyrir eða tengst flokki Þorbjargar, Viðreisn, fram að þessu.

Smartland greindi hins vegar frá því daginn eftir alþingisþingkosningarnar 30. nóvember síðastliðinn að Jakob hafi mætt á kosningavöku Viðreisnar á Hótel Borg.

Jakob er sonur Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur sem var þingmaður Samfylkingarinnar frá 2009-2016 en virðist hafa ákveðið að halda á önnur pólitísk mið en móðir sín.

Einnig má geta þess að Jakob hefur tengsl inn í Miðflokkinn en hann og Snorri Másson þingmaður flokksins eru vinir.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hilmar ræðir um framferði Trumps – „Þetta er ekki skynsamlegt en þetta er skiljanlegt“

Hilmar ræðir um framferði Trumps – „Þetta er ekki skynsamlegt en þetta er skiljanlegt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Auðræðið eflist og lýðræðið linast

Sigmundur Ernir skrifar: Auðræðið eflist og lýðræðið linast
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Nýir leiðtogar munu spreyta sig fyrir næstu borgarstjórnarkosningar – alger uppstokkun í aðsigi

Orðið á götunni: Nýir leiðtogar munu spreyta sig fyrir næstu borgarstjórnarkosningar – alger uppstokkun í aðsigi