fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Eyjan

Vinstri græn skamma Moggann – „Til að taka af öll tvímæli“

Eyjan
Föstudaginn 23. maí 2025 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liðsmenn Vinstri hreyfingarinnar-Græns framboðs í Reykjavík gera athugasemdir við fréttaflutning Morgunblaðsins af framboðsmálum flokksins í borgarstjórnarkosningunum á næsta ári. Flokksfólk segir að ranglega sé gefið til kynna að óvíst sé hvort flokkurinn muni yfirhöfuð bjóða fram í borginni. Flokkurinn muni svo sannarlega gera það.

Tilefnið er frétt á Mbl.is sem birt var í morgun en hún er unnin upp úr viðtali við Líf Magneudóttur, borgarfulltrúa Vinstri grænna, í þættinum Dagmál. Fyrirsögn fréttarinnar er: „Óvíst hvort VG bjóði fram í borginni.“

Í fréttinni er eftirfarandi haft eftir Líf:

„Ég veit ekki einu sinni hvað verður ákveðið á vett­vangi Vinstri-grænna, hvort við yf­ir­höfuð bjóðum fram eða hvað við ætl­um að gera. Það ræðst á öðrum stað, alla­vega ekki hérna í Dag­mál­um.“

Með einum eða öðrum hætti

Stefán Pálsson varaborgarfulltrúi flokksins gerir athugasemd við fyrirsögn fréttarinnar á Facebook og segir Vinstri græn ætla sér að bjóða fram í borginni en virðist ekki útiloka að það geti orðið í samstarfi við aðra:

„Hér er Mogginn nokkuð glannalegur í fyrirsagnargerð. Líf var einfaldlega að svara vangaveltum um hvernig framboðsmálum yrði háttað eftir tæpt ár með því að benda á að við séum einfaldlega ekki komin á þann stað. Ég held að enginn flokkur sé búinn að ákveða framboðsmál sín í Reykjavík – en það er ekki þar með sagt að óljóst sé hvort nokkur listi komi fram. Eins og ég sagði í fréttum vikunnar á Rás 2 í morgun, þá þurfið þið engar áhyggjur að hafa af öðru en að hægt verði að kjósa Vinstri græn næsta vor með einum eða öðrum hætti.“

Líf tekur undir með Stefáni í örstuttu máli:

„Það sem Stebbi segir.“

Á Facebook-síðu Vinstri grænna í Reyjavík er síðan áréttað að flokkurinn sé ekki á förum úr borgarmálunum:

„Til að taka af öll tvímæli þá munu Vinstri græn í Reykjavík að sjálfsögðu bjóða fram krafta sína næsta vor.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum