fbpx
Föstudagur 13.júní 2025
Eyjan

Orðið á götunni: Meira um grátskýrslu forstjóra Síldarvinnslunnar – Samherji á fyrirtækið en ekki lífeyrissjóðirnir

Eyjan
Miðvikudaginn 30. apríl 2025 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forstjóri Síldarvinnslunnar reiddi hátt til höggs þegar hann sendi frá sér langa skýrslu fyrir nokkrum dögum sem virðist ganga út á að halda því fram að fyrirhuguð hækkun á afnotagjöldum sjávarútvegsins fyrir aðgang að fiskistofnum í eigu þjóðarinnar muni leggja atvinnugreinina á hliðina. Hann virðist einnig hafa miklar áhyggjur af því að lífeyrissjóðirnir – fólkið í landinu – muni ekki fjárfesta í stórútgerðinni. Hann gengur svo langt að fara rangt með varðandi eignarhluti lífeyrissjóða í Síldarvinnslunni.

Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar, segir orðrétt um eignarhald á félaginu: „Í tilfelli Síldarvinnslunnar eiga lífeyrissjóðir tæpan fjórðung hlutabréfa í félaginu.“ Í nýjum gögnum frá félaginu sjálfu birtist hins vegar listi yfir 20 stærstu hluthafana sem samtals eiga 87 prósent í félaginu. Þar kemur fram að lífeyrissjóðir eiga samtals 13 prósent og eru eignarhlutir á lista hinna 20 stærstu þá komnir niður í 0,3 prósent. Það sem út af stendur skiptist niður á mikinn fjölda smárra hluthafa. Lífeyrissjóðurinn gildi á 9,9 prósenta hlut en aðrir lífeyrissjóðir í hópi 20 stærstu eiga einungis frá 1,4 prósentum niður í 0,3 prósent.

Þarna reynir forstjórinn að villa um fyrir lesendum skýrslunnar. Samherji er langstærsti hluthafinn með 32,6 prósent, Kjálkanes ehf. á 19,2 prósent en þar eru á ferð viðskiptafélagar Samherja frá Grenivík og fjölskylda Björgólfs Jóhannssonar sem áður hefur verið forstjóri Samherja, endurskoðandi félagsins enn fyrr og náinn vinur og samstarfsmaður Samherjamanna. Kaldbakur, dótturfélag Samherja, á svo 15 prósenta hlut í Eignarhaldsfélaginu Snæfugli á Reyðarfirði sem fer með 4,3 prósent hlut í Síldarvinnslunni. Samherji og tengdir aðilar fara því með vel yfir helming hlutafjár í félaginu. Heimamenn, Samvinnufélag útgerðarmanna, eiga 11 prósenta hlut og lífeyrissjóðir 13 prósent. Aðrir miklu minna.

Orðið á götunni er að umræðan um hækkun veiðileyfagjalda valdi miklum skjálfta hjá stórútgerðinni vegna þess að umræða um eignarhald og eignastöðu þeirra er svo viðkvæm. Forstjóri Síldarvinnslunnar reynir m.a. að blekkja með því að gera mun meira úr hlut lífeyrissjóða í félaginu en raunin er. Tilgangurinn er að freista þess að koma því inn hjá fólki að almenningur eigi og ráði miklu í gegnum lífeyrissjóðina en það er rangt. Samherji og viðskiptafélagar eiga vel yfir helming hlutafjárins og ráða því öllu í félaginu.

Í skýrslu sinni segir Gunnþór m.a. um fyrirhugaða hækkun veiðileyfagjalda: „Fjárfestar og hluthafar munu finna fjármunum sínum betri stað í öðrum og arðbærari atvinnurekstri ef frumvarpið nær í gegn.“

Sei, sei. Ætli það sé nú svo. Varla mun þessi hækkun þessa frádráttarbæra kostnaðar hrekja Samherja og samstarfsmenn út úr félaginu til að finna „arðbærari“ fjárfestingar en eignarhald á Síldarvinnslunni er.

Orðið á götunni er að hræðsluáróður sægreifanna og samtaka þeirra hafi gengið svo langt út fyrir öll mörk að almenningur sjái í gegnum hann og sé beinlínis hneykslaður. Gefið er í skin að ætlun stjórnvalda sé að breyta kvótakerfinu og koma í veg fyrir framþróun og framfarir í sjávarútvegi á Íslandi. Það er rangt og ekkert annað en blekkingatal af ómerkilegri gerð. Vanstilltar og ósmekklegar auglýsingar hafa reynst neikvæðar og einungis skemmt fyrir sjávarútveginum. Pantaður hræðsluáróður frá sveitarfélögum, stjórnarandstöðuflokkunum og einstökum fyrirtækjum hefur hreinlega snúist upp í andhverfu sína.

Ekkert neikvætt mun gerast í einstökum fyrirtækjum eða sveitarfélögum þó að hækkun afnotagjaldanna komi til. Fjárfestingar og öll uppbygging mun halda áfram. Eina sem gæti gerst er að stórútgerðin verður eitthvað að hægja á kaupum sínum á heildverslunum, verslunum, stórmörkuðum, skipafélögum, fasteignum og vátryggingafélögum í Reykjavík. Það mun ekki skaða landsbyggðina eða sjávarútvegsfyrirtækin sjálf.

Orðið á götunni er að íslenskur sjávarútvegur verður áfram mjög arðsamur og skjálftakenndur hræðsluáróður sægreifa og samtaka þeirra er þeim hvorki til sóma né framdráttar. Tónninn í grátkórnum er falskur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Svandís boðar samstarf við aðra flokka

Svandís boðar samstarf við aðra flokka
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir það blasa við að „samstöðudans stjórnarmeirihlutans“ sé sérlega stirður milli tveggja flokka

Segir það blasa við að „samstöðudans stjórnarmeirihlutans“ sé sérlega stirður milli tveggja flokka
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Þetta er það sem stórútgerðin fær í afslátt hjá þjóð sinni

Sigmundur Ernir skrifar: Þetta er það sem stórútgerðin fær í afslátt hjá þjóð sinni
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Þráin eftir Trump

Óttar Guðmundsson skrifar: Þráin eftir Trump
Eyjan
Fyrir 1 viku

YAY og Landsbankinn stofna nýtt félag

YAY og Landsbankinn stofna nýtt félag
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Tveggja turna tal

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Tveggja turna tal
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Þetta var kannski viðbúið, en ekki eru þetta gleðitíðindi“

„Þetta var kannski viðbúið, en ekki eru þetta gleðitíðindi“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Er Trump búinn að tapa sér endanlega? – Stórfurðuleg færsla hans um aftöku Biden

Er Trump búinn að tapa sér endanlega? – Stórfurðuleg færsla hans um aftöku Biden