fbpx
Fimmtudagur 03.október 2024
Eyjan

Leggur til nýtt slagorð fyrir Framsókn í næstu kosningum

Eyjan
Þriðjudaginn 10. september 2024 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Náttfari á Hringbraut gerir kosningaslagorð Framsóknar í að umfjöllunarefni í dag. Hann rifjar upp slagorðið frá síðustu kosningum; Er ekki bara best að kjósa Framsókn, og segir Framsóknarflokkinn ekkert hafa haft að segja fyrir síðustu kosningar, sem mörgum hafi fundist vel til fundið þar sem ríkisstjórnin hafi útvistað landsstjórninni að mestu í Covid.

Það er Ólafur Arnarson sem skrifar Nátthöfða í dag. Hann segir það hafa gengið upp hjá Framsókn að vera með innantómt slagorð á meðan hinir stjórnarflokkarnir kepptust við að reyna að sannfæra kjósendur um afrek sín á kjörtímabilinu.

Ólafur rifjar upp góða spretti hjá Framsókn í kosningum áður fyrr, m.a. þegar Framsókn gerði lagið „Ísland er land þitt“ að einkennislagi sínu í kosningabaráttu og höfðaði til þjóðlegra kennda kjósenda. Þá rifjar hann upp slagorðið „Vímuefnalaust Ísland árið 2000“ frá síðustu öld og segir það ekki hafa gengið eftir, nú sé verið að vopna íslensku lögregluna til að hún geti átt í fullu tré við alþjóðlegar glæpaklíkur sem hér starfi, mikið til á vímuefnamarkaði.

Ekki hafur Framsókn alltaf lagt áherslu á slagorð. Eitt sinn lét flokkurinn litgreina alla frambjóðendur sína með góðum árangri.

Ólafur vísar til foringjadýrkunar í flokknum og rifjar upp slagorðið „Kletturinn í hafinu“ sem vísaði m.a. til þáverandi formanns flokksins. Hann leggur út af þessu og bendir á að formaður Framsóknarflokksins hafi farið með innviða ráðuneytið í sex og hálft ár af sjö ára starfstíma þessarar ríkisstjórnar. Almennt sé viðurkennt að ástand vega hafi farið hríðversnandi á þessum tíma og á þjóðvegi eitt megi eiga von á að keyra fram á djúpar holur, jafnvel þar sem klæðning hafi ekki fokið af í heilu lagi.

Nú stendur Framsókn frammi fyrir því að finna nýtt slagorð fyrir næstu kosningar; eitthvað í anda t.d. „Kletturinn í hafinu“. Spurningin er hvort ekki sé upplagt fyrir flokkinn að horfa til verka sinna í ríkisstjórninni, sem nú hefur setið í sjö ár. Í sex og hálft ár af þeim tíma hefur Framsóknarflokkurinn farið með innviðaráðuneytið og þar með samgöngumálin.

„Með hliðsjón af viðvarandi foringjadýrkun í Framsóknarflokknum og því að formaður flokksins hefur borið ábyrgð á vegakerfi landsins í sex og hálft ár síðustu sjö árin er ekki úr vegi að leggja til við Framsókn að slagorð flokksins fyrir næstu kosningar verði: „Holan í veginum“.“

Náttfara í heild má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Deilurnar í Pírötum – Halldór Auðar hættur aðeins þremur vikum eftir að hann var kjörinn

Deilurnar í Pírötum – Halldór Auðar hættur aðeins þremur vikum eftir að hann var kjörinn
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bergþór Ólason: Ekki hægt að tala um kyrrstöðu því allt hefur færst til verri vegar og ríkisútgjöld sprungið út

Bergþór Ólason: Ekki hægt að tala um kyrrstöðu því allt hefur færst til verri vegar og ríkisútgjöld sprungið út
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Klofningurinn á hægri væng íslenskra stjórnmála

Sigmundur Ernir skrifar: Klofningurinn á hægri væng íslenskra stjórnmála
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Bergþór Ólason: Pólitískur ómöguleiki að Svandís verði fagráðherra í ríkisstjórn Bjarna Ben í kosningabaráttu

Bergþór Ólason: Pólitískur ómöguleiki að Svandís verði fagráðherra í ríkisstjórn Bjarna Ben í kosningabaráttu