fbpx
Þriðjudagur 10.september 2024
Eyjan

780 milljón króna gjaldþrot rekstrarfélags Sjálands – Annað gjaldþrot Stefáns á stuttum tíma

Eyjan
Miðvikudaginn 7. ágúst 2024 10:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skiptum er lokið hjá einkahlutafélaginu Gourmet en félagið hélt úti rekstri á veitingastaðnum Sjáland í Garðabæ. Lýstar kröfur í búið voru 780.824.305 krónur. Samkvæmt auglýsingu um skiptalokin í Lögbirtingablaðinu greiddust búskröftur að fjárhæð 350 þúsund krónur sem og tæpar 6 milljónir í forgangskröfur. Ekkert fékkst greitt upp í almennar og eftirstæðar kröfur.

Félagið var úrskurðað gjaldþrota í lok september í fyrra og varð töluvert uppnám í kjölfarið enda var um að ræða einn vinsælasta vettvang brúðkaupsveislna að ræða og mörg verðandi hjón sem lentu í vandræðum þess vegna.

Í svari við fyrirspurn DV vildi Hjördís E. Harðardóttir lögmaður og skiptastjóri þrotabúsins, ekki veita frekari upplýsingar um stærstu kröfuhafa né annað varðandi rekstur fyrirtækisisn.

Sjá einnig: Nokkuð stórt gjaldþrot hjá fyrrverandi eiganda Mathúss Garðabæjar

Gourmet ehf. var í eigu Stefáns Magnússonar, veitingamanns, en húsnæðið var í eigu annars félags, Arnarvogs ehf. Í janúar á þessu ári var síðan tilkynnt um að félagið Toppform ehf., sem heldur utan um fasteignir World Class-veldisins, hefði keypt húsnæðið á 700 milljónir króna. Í bígerð er að stækka húsið og opna þar líkamsræktarstöð og margskonar aðra starfsemi.

Stefán rak fleiri staði í þrot en greint var frá því um miðjan júlí að skiptum væri lokið í  Brunch ehf., sem var á bak við rekstur Mathús Garðabæjar, sem síðan hefur gengið í gegnum endurnýjun lífdaga hjá nýjum eigendum.

Engar eignir fundust í búi Brunch ehf. en lýstar kröfur í búið voru rúmlega 110 milljónir króna. Lýstar samanlagðar kröfur í bæði þrotabúin eru því rétt tæplega 900 milljónir króna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Eiríkur Bergmann: Stjórnmálaflokkarnir eiga ekkert fastafylgi lengur – fólk samsvarar sig ekki flokkunum eins og áður

Eiríkur Bergmann: Stjórnmálaflokkarnir eiga ekkert fastafylgi lengur – fólk samsvarar sig ekki flokkunum eins og áður
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Kirkjuræningjar

Óttar Guðmundsson skrifar: Kirkjuræningjar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Við viljum halda áfram að vera samfélag sem hittir forsetann í sundi“

„Við viljum halda áfram að vera samfélag sem hittir forsetann í sundi“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Er þetta ekki orðið gott, Ásgeir?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Er þetta ekki orðið gott, Ásgeir?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hyggst ekki yfirgefa flokkinn þó fýlan hafi lekið af honum

Hyggst ekki yfirgefa flokkinn þó fýlan hafi lekið af honum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Trumpliðar ekki í neinum vafa – „Við megum spila ABBA!“

Trumpliðar ekki í neinum vafa – „Við megum spila ABBA!“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ummæli Bolla um „nýútskrifaðar stúlkur sem ætla bara að blása á sér hárið og naglalakka sig“ falla í grýttan jarðveg – „Krúttleg karlremba á áttræðisaldri“

Ummæli Bolla um „nýútskrifaðar stúlkur sem ætla bara að blása á sér hárið og naglalakka sig“ falla í grýttan jarðveg – „Krúttleg karlremba á áttræðisaldri“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Ætlum við að reyna að fyrirbyggja eða ætlum við að alltaf bara að vakna til lífsins þegar skaðinn er skeður?“

„Ætlum við að reyna að fyrirbyggja eða ætlum við að alltaf bara að vakna til lífsins þegar skaðinn er skeður?“