fbpx
Mánudagur 04.nóvember 2024
Eyjan

Baldur greinir „hnífasett stjórnmálanna“ – Er Kristrún reynslulítil eða með úthugsaða áætlun? Var hægt að mynda minnihlutastjórn án Sjálfstæðisflokksins?

Eyjan
Sunnudaginn 27. október 2024 13:33

Skjáskot/Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í pistli sem hann titlar „Hnífasett stjórnmálanna“ og birtir á Facebook fer Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði og fyrrverandi forsetaframbjóðandi yfir svið stjórnmálanna. Hann fer yfir atburði innan Samfylkingarinnar og þá ekki síst orð Kristrúnar Frostadóttir formanns í garð Dags B. Eggertssonar sem vöktu mikla athygli í gær. Hann segir þau annaðhvort bera vott um reynsluleysi Kristrúnar eða um sé að ræða úthugsaða áætlun. Hann fullyrðir einnig að mögulegt hafi verið að mynda minnihlutastjórn Framsóknarflokks og Vinstri grænna þegar upp úr stjórnarsamstarfi þessara flokka við Sjálfstæðisflokkinn hafi slitnað.

Baldur fer fyrst yfir það sem hann kallar hreinsanir innan Samfylkingarinnar:

„Í fyrsta lagi þá hafa þær hreinsanir sem átt hafa sér stað innan Samfylkingarinnar vakið athygli mína og gerðu það löngu fyrir atburði gærdagsins. Flestum þingmönnum og varaþingmönnum flokksins hefur verið ýtt til hliðar. Formaðurinn hefur þó enn ekki ægivald innan flokksins því að hluti gömlu flokksforystunnar hangir í skottinu á henni og bíður færist að komast að með sín áherslumál.“

Hann veltir fyrir sér þeim orðum Kristrúnar til kjósanda að hægt sé að kjósa Samfylkinguna en strika Dag út og segir þetta alþekkt „plott“ í stjórnmálum en þetta gangi ansi langt:

„Nýjasta útspil formannsins vekur þó sérstaka athygli og gengur svo langt að það vekur ugg innan flokksins. Það er alþekkt plott milli andstæðra fylkinga innan flokka að hvetja til útstrikana og að benda kjósendum á þann möguleika að strika út einstaklinga. En útspil gærdagsins gengur svo langt – gengur svo langt gegn áhrifamesta stjórnmálamanni Samfylkingarinnar fyrr og og síðar – að annað hvort verður að telja að um úthugsaða strategíu sé að ræða eða alvarlegt reynsluleysi.“

„Nú er stóra spurning hvort að hún styrki stöðu flokksins enn frekar með því að setja vinsælan leiðtoga innan flokksins – en óvinsælan meðal andstæðinga hans – undir fallöxina eða hafi spilað afleik sem mun fylgja henni alla kosningabaráttuna og næstu árin.“

Var það hægt?

Baldur fullyrðir einnig að vel mögulegt hafi verið að mynda minnihlutastjórn Vinstri grænna og Framsóknar eftir að upp úr samstarfi flokkanna og Sjálfstæðisflokksins slitnaði en að forysta Framsóknarflokksins hafi af einhverjum ástæðum ekki fylgt því eftir:

„Í öðru lagi vakti það athygli mína að forysta Framsóknarflokksins að eigin sögn íhugaði lítið sem ekkert tilboð Vinstri grænna um að mynda minnihlutastjórn með stuðningi Samfylkingar (sem var tilbúin til leiks) og annarra flokka á þingi. Minnihlutastjórn Framsóknarflokksins með eða án Vinstri grænna hefði gjörbreytt hinu pólitíska landslagi, aðskilið flokkinn frá Sjálfstæðisflokknum og breytt stöðu Framsóknar all verulega í kosningabaráttunni. Hvort það var af ábyrgð einni saman sem flokkurinn kaus að starfa áfram í stjórninni eða gamalgróinni íhaldssemi skal ósagt látið.“

Hvað varðar Sjálfstæðisflokkinn og þá staðreynd að nokkrum þingmönnum hafi verið vikið til hliðar á framboðslistum hans segir Baldur að svo virðist sem að flokksmenn hafi verið óánægðir með forystuna og einstaka þingmenn. Flokksforystan hafi að því er virðist viljað halda í þingmennina til að stöðva fylgisflótta yfir til Miðflokksins.

Jón Gnarr

Baldur segir líklegustu skýringuna á fylgisaukningu Viðresinar vera koma Jón Gnarr í flokkinn. Um gott gengi Miðflokksins og Flokks Fólksins í könnunum segir hann:

„Þá vekur náttúrulega sérstaka athygli einstaklega gott gengi Miðflokksins í könnunum. Flokkur fólksins stendur líka þokkalega en þar fljúka líka hnífarnir. Það verður einkar áhugavert að fylgjast með því hvort að Miðflokkurinn nái því að verða stærri en Framsóknarflokkurinn svo ekki sé nú talað um hvort að hann verði stærri en Sjálfstæðisflokkurinn.“

Baldur segist ekki eiga von á því frekar en allir sem hann hafi rætt við að slakt gengi Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins í könnunum muni raungerast í kosningunum. Þessir elstu flokkar Íslands eigi eftir að ræsa sínar öflugu kosningavélar. Muni þetta slaka gengi koma upp úr kjörkössunum stefni hins vegar í mestu jarðskjálftakosningar Íslandssögunnar.

Um val á framboðslistana segir Baldur að það sé nokkuð einhæft:

„Vekur það athygli – en enga undrun – þegar rennt yfir framboðslista flokkanna að það er eins og að kjósendur í landinu samanstandi nær eingöngu að skjannahvítum ófötluðum gagnkynhneigðum miðaldra háskólamenntuðum konum og körlum með á aðra milljón í tekjur á mánuði. Þetta á þó einkum við um gömlu flokkanna – margir hina nýrri gera mun betur og jafnvel vel – en það er athyglisvert hvað aðrir hópar en þessir virðast eiga erfitt með að hasla sér völl í íslenskum stjórnmálum.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ábyrgðarleysi og aumingjaskapur Vinstri grænna – óheilindi og aumingjaskapur sjálfstæðismanna?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ábyrgðarleysi og aumingjaskapur Vinstri grænna – óheilindi og aumingjaskapur sjálfstæðismanna?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Telur að forsetakosningarnar geti endað með stórsigri

Telur að forsetakosningarnar geti endað með stórsigri
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Mistök sósíalista og sjálfstæðismanna gætu skotið líflínu til Vinstri grænna

Orðið á götunni: Mistök sósíalista og sjálfstæðismanna gætu skotið líflínu til Vinstri grænna
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Angela Árnadóttir skrifar: Fjárfestum í kennurum

Angela Árnadóttir skrifar: Fjárfestum í kennurum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón segist ekki vera rasisti – „Ég kippi mér ekki upp við svona bull og merkimiða“

Jón segist ekki vera rasisti – „Ég kippi mér ekki upp við svona bull og merkimiða“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Birgir Ármannsson níunda einnota borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins?

Orðið á götunni: Birgir Ármannsson níunda einnota borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins?