fbpx
Miðvikudagur 09.október 2024
Eyjan

Orðið á götunni: Vígaferli innan Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn

Eyjan
Þriðjudaginn 1. október 2024 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni er að fólk eigi nú sífellt betra með að skilja hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn í borgarstjórn Reykjavíkur er talinn það sem kallað er ÓSTJÓRNTÆKUR vegna þess að innan þessa fámenna hóps er hver höndin upp á móti annarri. Hildur Björnsdóttir hefur enga stjórn á sínu liði eins og berlega kom fram þegar borgarstjórnarflokkurinn þríklofnaði í afstöðu sinni til Borgarlínu sem er með stærri málum sem kjörnir borgarfulltrúar fást við.

Þetta er ekkert nýtt. Á síðasta kjörtímabili þegar Eyþór Arnalds leiddi flokkinn í minnihluta, var hann í stöðugum vandræðum með suma af borgarfulltrúum flokksins sem vildu ekki ganga í takt. Hildur Björnsdóttir var þar fremst í flokki óróaseggja og nú fær hún að upplifa sama vanda og Eyþór fékkst við. Þegar Eyþór leiddi lista flokksins þá fékk hann átta borgarfulltrúa kjörna en Hildur taldi sig geta gert betur, ýtti Eyþóri frá, fór í kosningar og missti tvo borgarfulltrúa þannig að flokkurinn hefur einungis sex borgarfulltrúa núna. Þrátt fyrir minni hóp virðist klofningurinn vera enn meiri.

Orðið á götunni er að æ betur komi í ljós að innan borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins virðist hver höndin vera upp á móti annarri. Mannlíf hefur skýrt frá því að sótt hafi verið að Hildi Björnsdóttur í síðustu viku þar sem mikil ólga hafi brotist upp á yfirborðið. Gekk svo langt að Hildur skýrði frá því að hún hefðu tekið upp samtöl við félaga sína og hótaði að gera þau opinber. Það er athyglisvert í ljósi þess að Hildur er menntaður lögfræðingur og hlýtur því að vita að það er ólöglegt að taka upp samtöl við fólk nema með samþykki þess.

Þá upplýsti mágkona Hildar, væntanlega með hennar samþykki, að Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi flokksins, hefði staðið í því að breyta um merkingar á stólum í borgarstjórn til að freista þess að troða sér fram fyrir Hildi sem á að sitja framar innan borgarstjórnar í ljósi þess að hún hefur ávallt verið ofar Mörtu á listum flokksins. Hvað er hér á ferð? Einelti? Heimska? Eða vanhugsaður barnaskapur sem sex ára börn fengju bágt fyrir?

Orðið á götunni er að innan borgarstjórnarflokksins séu að auki tveir menn sem þrái frama og svífist einskis til að ná honum. Annar þeirra er Kjartan Magnússon sem birtir endalausar greinar hjá bróður sínum Andrési í Morgunblaðinu. Þetta eru í meginatriðum þrjár greinar sem birtar eru aftur og aftur og eru átakanlega rýrar að innihaldi. Kjartan langar mikið til að taka við af Hildi og verða næsti einnota oddviti flokksins í borgarstjórn og þá sá níundi frá því Davíð Oddsson lét af embætti árið 1991. Orðið á götunni er að honum verði ekki að þeirri ósk sinni. Hinn er Friðjón Friðjónsson borgarfulltrúi. Hann er þekktur undirróðursmaður og hefur reynt fyrir sér sem fjölmiðlaráðgjafi en varð að hverfa frá því. Hann gekk til liðs við forsetaframboð Katrínar Jakobsdóttur þegar horfur hennar voru góðar. Katrín tapaði. Orðið á götunni er að Friðjóni hafi verið lofað embætti forsetaritara ef Katrín bæri sigur úr býtum. Það verður ekki.

Núverandi borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins er sannkölluð ormagryfja. Andstæðingarnir verða samt að halda vöku sinni því flokksforystan sem hefur horft stjörf á stöðu mála gæti vaknað og hreinsað þarna út og sent inn nýtt – og jafnvel betra fólk.

Orðið á götunni er að ekkert muni breytast nema flokksforystan styðji flokksmenn utan hópsins. Nefnd er Sigríður Andersen og svo fráfarandi ráðherrarnir Guðlaugur Þór Þórðarson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þegar þau verða komin í stjórnarandstöðu eftir næstu kosningar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón Gunnarsson: Brjóta hefði átt upp stjórnarsamstarfið 2021 – aftur tækifæri þegar Katrín sagði af sér

Jón Gunnarsson: Brjóta hefði átt upp stjórnarsamstarfið 2021 – aftur tækifæri þegar Katrín sagði af sér
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Hápunktur sjúklingsferilsins

Óttar Guðmundsson skrifar: Hápunktur sjúklingsferilsins
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðbrandur Einarsson skrifar: Vinnuþrælar verðbólgunnar

Guðbrandur Einarsson skrifar: Vinnuþrælar verðbólgunnar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Peningamaskínan Trump selur úr á 13 milljónir

Peningamaskínan Trump selur úr á 13 milljónir