fbpx
Laugardagur 07.desember 2024
Eyjan

Eiríkur Bergmann: Vinstri-hægri ásinn er ekki bein lína heldur hestaskeifa – vinstri-hægri öfgarnar mætast

Eyjan
Miðvikudaginn 11. september 2024 13:00

Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðiprófessor.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Átakalínurnar í stjórnmálum samtímans eru ekki lengur vinstri hægri, ysta vinstrið og vinstra hægrið nær nú orðið mjög vel saman í félagslegri íhaldssemi og valdboðsáherslum á meðan málsvarar frjálslynds lýðræðis á mið-hægri og mið-vinstri hluta stjórnmálanna koma saman. Þannig hittist t.d. fyrir ysta hægrið og ysta vinstrið í Heimssýn hér á landi og Samfylkingin og frjálslyndi hluti Sjálfstæðisflokksins eru ekki andstæður í pólitík. Eiríkur Bergmann er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

Hlusta má á brot úr þættinum hér:

Eyjan - Eirikur Bergmann 6.mp4
play-sharp-fill

Eyjan - Eirikur Bergmann 6.mp4

„Vinstri-hægri ásinn er alveg fínn til síns brúks en hann er hins vegar ekki bein lína. Í þessu tilviki er þessu stundum lýst sem svona hestaskeifu. Vinstri-hægri er eins og hestaskeifa, endarnir ná næstum saman,“ segir Eiríkur.

Já, endarnir ná næstum saman.

„Já, það er stutt í að þetta lokist, þetta er ekki alveg hringur, þetta er hestaskeifa sem nær ágætlega utan um þetta. Þessi rauðbrúna pólitík, eins og Þjóðverjar kalla það. Það er félagslega íhaldssemin sem þarna nær saman.“

Það er félagsskapur á Íslandi sem heitir Heimssýn. Þar koma saman þeir sem eru lengst til vinstri og þeir sem eru lengst til hægri.

„Þetta er á þessum sömu nótum. Þetta er það sama sem er að gerast. Það er stóra átakalínan í stjórnmálum samtímans – það er ekki þetta hægri-vinstri sem við þekkjum heldur er ásinn núna á milli annars vegar málsvara frjálslynds lýðræðis, svona í mið-hægri og mið-vinstri og hins vegar, þá ytri ásinn, þar sem nær saman í valdboðsáherslum og félagslegri íhaldssemi.“

Eiríkur segir þetta vera ásana í pólitíkinni í dag og ef setja eigi þetta í íslenskt samhengi þá séu það ekki Samfylkingin og frjálslyndi hluti Sjálfstæðisflokksins sem séu hinir andstæðu pólar.

„Í Þýskalandi sjáum við að hægri öfgaflokkurinn AfD og ysta vinstrið er mun nær hvort öðru meðan sósíaldemókratar og Kristilegir demókratar af klassískri gerð eru miklu nær hver öðrum líka. Þetta er breyting í stjórnmálum samtímans sem þeir sem vilja fylgjast með stjórnmálum verða að ná utan um því annars skiljum við ekkert hvað er á ferðinni.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hvað fór fram á fundi Trudeau og Trump? – Tvær ólíkar útgáfur á sveimi

Hvað fór fram á fundi Trudeau og Trump? – Tvær ólíkar útgáfur á sveimi
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Gunnar Smári ósáttur við 5% þröskuldinn – Sósíalistar hefðu annars fengið inn tvo þingmenn

Gunnar Smári ósáttur við 5% þröskuldinn – Sósíalistar hefðu annars fengið inn tvo þingmenn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það sem skiptir máli varðandi ESB-aðild

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það sem skiptir máli varðandi ESB-aðild
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Ég tók það ráð að bregðast við með brosi og hafa bakið beint, sama á hverju hefur gengið“

„Ég tók það ráð að bregðast við með brosi og hafa bakið beint, sama á hverju hefur gengið“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Finnbjörn ómyrkur í máli og varar landsmenn við – Til standi að einkavæða heilbrigðiskerfið og endurtaka kvótafléttuna

Finnbjörn ómyrkur í máli og varar landsmenn við – Til standi að einkavæða heilbrigðiskerfið og endurtaka kvótafléttuna
Hide picture