fbpx
Laugardagur 03.júní 2023
Eyjan

Stórkostleg framtíðartækifæri fyrir Ísland geta falist í losunarsamkomulaginu við ESB

Eyjan
Þriðjudaginn 23. maí 2023 18:00

Bogi Nils Bogason hefur fulla trú á að hagsmunir Íslands og Icelandair verði tryggðir til frambúðar í regluverki ESB eftir árið 2026.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framtíðarfyrirkomulag losunarheimilda í flugi getur skapað stórkostleg sóknarfæri fyrir Keflavíkurflugvöll þar sem ESB hefur nú fallist á sérstöðu Íslands vegna landfræðilegrar legu landsins.

Í samkomulaginu um auknar losunarheimildir í flugi til Íslands, sem Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Ursula van der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, kynntu í upphafi leiðtogafundar Evrópuráðsins í Hörpu í síðustu viku, felst viðurkenning á landfræðilegri sérstöðu Íslands þegar kemur að milliríkjasamgöngum.

Ísland fær ókeypis losunarheimildir til að útdeila til flugfélaga sem fljúga til landsins fyrir árin 2025 og 2026. Almennt stefnir ESB að því að fríum losunarheimildum til flugfélaga fækki um fjórðung á næsta ári og helming árið 2025. Árið 2026 er stefnt að því að útrýma þeim að fullu.

Þessari stefnu er ætlað beina skemmri ferðalögum innan Evrópu frá flugi og í lestarsamgöngur. Stefnan er þó ekki með öllu algild heldur hefur verið hönnuð sérlausn sem tekur til bæði Kýpur og Möltu sem eru eyjar og af eðlilegum orsökum ekki tengdar járnbrautarneti Evrópu.

„Að sjálfsögðu verðum við að horfa til sérstöðu Íslands og ég held að við höfum náð saman um sameiginlegan skilning í þessu máli þó að enn eigi eftir að finna fínstillinguna. Við þurfum til dæmis að fá samþykki aðildarríkjanna en ég er mjög ánægð með að við skulum hafa fundið lausn sem fellur að ykkar sérstöðu jafnframt því sem hún fellur að stefnu og markmiðum okkar í ESB, auk þess sem hún fellur að okkar langtíma loftslagsmarkmiðum,“ sagði Ursula van der Leyen á blaðamannafundi með Katrínu Jakobsdóttur í ráðherrabústaðnum 16. maí síðastliðinn.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, gefur lítið fyrir samkomulagið Íslands við ESB og gerði meðal annars facebook-færslu 17. maí:

Það sem kallað var „samkomulag” og „undanþágur” (vegna ofurskatta á flug um Ísland) við upphaf hátíðarhaldanna í gær reyndist bara vera tveggja ára afsláttur til flugfélaga sem fljúga til landsins. Svo taka reglurnar fullt gildi með sínum stigvaxandi þunga.

Í þessu var ekkert sem fulltrúar ESB höfðu ekki velt upp áður en ríkisstjórnin hélt 100-200 fundi til að reyna að fá því breytt.

Í grein um sérkennilegt viðtal við utanríkisráðherra á mbl var því svo haldið fram að „taka ætti mið af sér­stöðu Íslands í fyrirhugaðri lög­gjöf sam­bands­ins um losunarheim­ild­ir í flugi” (ofurskattana).

Gallinn er bara sá að það er þegar búið að samþykkja löggjöfina í Evrópuþinginu, leiðtogaráðinu og framkvæmdastjórn ESB. Þ.e. nákvæmlega fyrirkomulagið sem Ísland andmælti.

Utanríkisráðherra sagði reyndar að ef samkeppnisstaðan yrði ekki jöfnuð í millitíðinni yrði málið tekið upp að nýju fyrir 2027.

Ef einhver trúir því raunverulega að ESB muni breyta þessu regluverki öllu síðar fyrir Ísland þannig að nýjar reglur sem henta okkur taki gildi fyrir lok árs 2026 …þá á ég einhyrningshorn sem ég er til í að selja viðkomandi.“

Eyjan hafði samband við Boga Nils Bogason, forstjóra Icelandair, vegna þessa máls en félagið hefur gríðarlega hagsmuni af því að tillit sé tekið til landfræðilegrar legu Íslands í þessum efnum. „Samkomulagið sem kynnt var á leiðtogafundinum nýverið tekur tillit til Íslands út árið 2026 og svo er gert ráð fyrir að kynnt verði nýtt kerfi sem muni jafna stöðuna á milli landa. Við vitum ekki á þessari stundu hvernig útfærslan verður en treystum því að stjórnvöld vinni að því að fá niðurstöðu sem er sanngjörn fyrir Ísland og taki tillit til þess að Ísland beri ekki þyngri byrðar vegna landfræðilegrar legu,“ segir Bogi Nils.

Sérfræðingar sem Eyjan hefur rætt við telja að túlkun Boga Nils sé raunhæfari en túlkun Sigmundar Davíðs. Ljóst sé að ESB taki tillit til landfræðilegrar sérstöðu eyjasamfélaga þegar kemur að losunarkvótum í flugi. Líklegt er talið að reynt verði að byggja inn nýja hvata til þróunar græns flugvélaeldsneytis inn í evrópska regluverkið og í því geti falist mikil tækifæri fyrir alþjóðaflugvelli á Íslandi, Kýpur og Möltu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Aðalsteinn kveður sáttur með útsaumi – „Anda inn…anda út“

Aðalsteinn kveður sáttur með útsaumi – „Anda inn…anda út“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Aðalsteinn vill ekki lengur vera ríkissáttasemjari og lætur af embætti á morgun

Aðalsteinn vill ekki lengur vera ríkissáttasemjari og lætur af embætti á morgun
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Brimborg og e1 í samstarf um hraðhleðslunet fyrir alla rafbílanotendur

Brimborg og e1 í samstarf um hraðhleðslunet fyrir alla rafbílanotendur
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jóhann Páll birtir nokkuð sláandi tölur um hækkun óverðtryggðra lána og vöruverðs – Sendir Bjarna sneið

Jóhann Páll birtir nokkuð sláandi tölur um hækkun óverðtryggðra lána og vöruverðs – Sendir Bjarna sneið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Stefán svarar Þorsteini fullum hálsi – „Hrokafullur og algerlega á skjön við staðreyndir”

Stefán svarar Þorsteini fullum hálsi – „Hrokafullur og algerlega á skjön við staðreyndir”
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur ætlar að bíða með fagnaðarlætin – „Margoft búið að lofa þessu og ekkert gerist“

Vilhjálmur ætlar að bíða með fagnaðarlætin – „Margoft búið að lofa þessu og ekkert gerist“