fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Eyjan

Norðurljósakróna og hraunelfur á nýjum frímerkjum Póstsins

Eyjan
Miðvikudaginn 23. ágúst 2023 14:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tilefni af 150 ára afmæli íslenska frímerkisins gefur Pósturinn út fjögur ný frímerki í ár. Fyrstu íslensku frímerkin voru gefin út 1873, hin svokölluðu skildingafrímerki. Útgáfudagurinn er í dag, 23. ágúst 2023. Pósturinn minnist þessara tímamóta með útgáfu smáarkar sem inniheldur fjögur sjálflímandi frímerki, bæði 50 og 100 g að verðgildi, fyrir bréfsendingar innan og utan Evrópu. Hægt verður að festa kaup á smáörkinni frá og með deginum í dag á 1950 kr.

Ákveðið var að frímerkin ættu að vera lýsandi fyrir Ísland og náttúruna. „Við fengum til leiks með okkur fyrrverandi starfsmann Frímerkjasölu Póstsins, Vilhjálm Sigurðsson og honum til aðstoðar eina núverandi starfsmann Frímerkjasölunnar, Sigríði Ástmundsdóttur. Þau fengu Örn Smára Gíslason til að hanna smáörkina,“ segir Þórhildur Ólöf Helgadóttir, forstjóri Póstsins.

Myndirnar á frímerkjunum er teknar með dróna. „Ragnar Th. Sigurðsson, ljósmyndari, fangaði fjölbreytileika íslenskrar náttúru sem nýtur sín vel á nýju frímerkjunum. Margbreytileiki íslenskrar náttúru er í aðalhlutverki, samspil elds og íss annars vegar, óviðjafnanlegar andstæður í landslagi og hins vegar lofthjúpur jarðar, leiftrandi norðurljós,“ segir hún.

Myndirnar hafa ekki birst áður í safni íslenskra frímerkja að sögn Þórhildar. „Við teljum að þau verði vinsæl á ferðamannastöðum til minningar um heimsókn til Íslands, auk þess sem frímerkjasafnarar eru ánægðir með að Pósturinn skuli fagna þessum tímamótum með útgáfu frímerkja.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til
Eyjan
Fyrir 3 dögum

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“