fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Eyjan

Mikil eftirspurn eftir grænni íslenskri orku – Fyrirspurnum rignir inn

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 14. júlí 2022 09:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meðal erlendra þjóða er vaxandi áhugi á að kaupa græna orku frá Íslandi vegna yfirvofandi orkuskorts í Evrópu og víðar. Fyrirspurnum um orkukaup rignir að sögn inn og umhverfis- og auðlindaráðherra segir að hugsanlega verðum við að skipta á eldsneyti við aðrar þjóðir í framtíðinni.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. „Það er orkukrísa í kringum okkur og við, sem getum orðið aflögufær, verðum að spyrja okkur hver ábyrgð okkar er í orkuskortinum sem blasir hvarvetna við,“ sagði Guðmundur Þorbjörnsson, sérfræðingur hjá verkfræðistofunni Eflu, um málið.

Hann sagði vaxandi áhuga meðal útlendinga á orkukaupum hér á landi og rigni fyrirspurnum inn.

Nú eru um 2,5 gígavött framleidd í íslenska orkukerfinu. Álíka mikið þarf til orkuskipta hér á landi að mati Guðmundar og miðar hann þá við raunhæfar forsendur og eðlilega framþróun samfélagsins. „En jafnvel eftir það getum við bætt við verulegri orkuframleiðslu til útflutnings og mætti þar miða við önnur 5 gígavött,“ sagði hann og bætti við að vindorka sé líklega langstærsta tækifæri okkar til að framleiða græna orku með skynsamlegum hætti á landi og hafi úti.

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- og auðlindaráðherra, sagði það vera forgangsmál að sinna orkuþörfum þjóðarinnar en tók einnig fram að mörgum spurningum sé ósvarað, sérstaklega hvað varðar rafeldsneyti. „Það má vera að við þurfum að skipta við aðra á eldsneyti í framtíðinni, að því gefnu að við framleiðum ekki allar tegundir. En aðalatriðið er að við erum að forgangsraða í orku fyrir Ísland og það er mjög stórt verkefni,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Trausti rúinn og reistur til valda

Sigmundur Ernir skrifar: Trausti rúinn og reistur til valda
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Enn sérstakt áhættuálag á Ísland hjá erlendum fjárfestum – krónan þjóðhagslegt vandamál?

Guðjón Auðunsson: Enn sérstakt áhættuálag á Ísland hjá erlendum fjárfestum – krónan þjóðhagslegt vandamál?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Breskur þingmaður lenti í „hunangsgildru“ – Síðan gerði hann svolítið enn verra

Breskur þingmaður lenti í „hunangsgildru“ – Síðan gerði hann svolítið enn verra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Rífandi gangur í stærsta hagkerfi heims

Rífandi gangur í stærsta hagkerfi heims
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Innmúraðir sjálfstæðismenn ósáttir við undirskriftalistann gegn Bjarna – „Stafrænt stríð“

Innmúraðir sjálfstæðismenn ósáttir við undirskriftalistann gegn Bjarna – „Stafrænt stríð“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: „Samstaðan í ríkisstjórninni“ – sjálfstæðismenn og Framsókn reyndu allt til að losna við VG

Orðið á götunni: „Samstaðan í ríkisstjórninni“ – sjálfstæðismenn og Framsókn reyndu allt til að losna við VG