fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Reiknað með 119 milljarða króna halla á ríkissjóði á næsta ári

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 6. desember 2022 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reiknað er með að hallinn á rekstri ríkissjóðs á næsta ári verði 119 milljarðar ef breytingartillögu meirihluta fjárlaganefndar við fjárlagafrumvarp næsta árs ná fram að ganga. Áður hafði hallinn verið áætlaður 89 milljarðar.

Morgunblaðið skýrir frá þessu og hefur eftir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur, formanni fjárlaganefndar, að mesta útgjaldaaukningin sé til heilbrigðismála. Auk þeirra séu félagsmál stór útgjaldaliður og einnig verði bætt í ívilnanir til hreinorkubíla.

Auk þess fá lögreglan og Landhelgisgæslan mikla styrkingu að hennar sögn og það sama gildir um ákæruvaldið og Fangelsismálastofnun.

Framlög til lögreglunnar hækka um 900 milljónir og hún fær að auki 500 milljónir sem eru sérmerktar aðgerðum gegn skipulagðri brotastarfsemi.

Lagt er til að útgjöld til heilbrigðismála verði aukin um 12 milljarða. Reiknað er með að vaxtagjöld hækki um 13 milljarða.

Hægt er að lesa nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins