fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Gísli Marteinn vill loka fleiri götum

Eyjan
Þriðjudaginn 6. september 2022 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gísli Marteinn Baldursson, sjónvarpsmaður og áhugamaður um Reykjavíkurborg, stingur upp á því að borgin loki nokkrum götum við grunnskóla, líkt og gert er í Lundúnum.

Hann greinir frá þessu á Twitter. „Hvernig væri að prófa að loka nokkrum götum við grunnskóla í borginni? Stækka leiksvæði krakkana, minnka hættu á slysum, auðveldra krökkum að ganga og hjóla í skólann. Það mætti jafnvel fá krakkana til að taka þátt í nýrri hönnun götunnar“

Með þessu deilir hann tísti sem segir að í London séu nú 300 skólagötur sem séu að bjarga lífum barna og verja lungun þar sem göturnar eru lokaðar og bílar geta ekki ekið þær til að skutla börnum í skólann. Þetta séu 80 prósent foreldra ánægðir með, hafi leitt til 18 prósent minnkunar í bílanotkun og 23 prósent minnkunar af útblæstri.

Helga Vala Helgadóttir, þingman Samfylkingar, skrifar athugasemd við tístið þar sem hún bendir á að Vesturvallagötu hafi verið lokað frá Hringbraut til að stækka skólalóð og þetta séu íbúar himinlifandi með og skólalóðin æðisleg. Og Felix Bergsson leikari skrifar hreinlega: „Heyr heyr!“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigurður Amlín nýr rekstrarstjóri hjá Stöð 2

Sigurður Amlín nýr rekstrarstjóri hjá Stöð 2
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jóhann Páll skrifar: Höggvum á skriffinnsku í heilbrigðiskerfinu

Jóhann Páll skrifar: Höggvum á skriffinnsku í heilbrigðiskerfinu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Gnarr um framboð Katrínar – „Þetta stríðir gegn einhverju sem mér finnst eðlilegt og rétt“

Jón Gnarr um framboð Katrínar – „Þetta stríðir gegn einhverju sem mér finnst eðlilegt og rétt“