fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Eyjan

„Þetta hljómar eins og að síbrotamaður kvarti yfir því að einhver hafi stolið af honum einni krónu“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Sunnudaginn 4. september 2022 15:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson, aðstoðamaður dómsmálaráðherra, gefur lítið fyrir yfirlýsingar Gunnars Smára um að sósíalistar séu að verða fyrir barðinu á hatursorðræðu í samfélaginu. Sósíalistum sé nær að líta í eigin barm hvað varði um hatursorðræðu í samfélaginu.

Brynjar er sem stendur staddur á Írlandi í góðra vina hóp. Segir hann það gaman að ferðast með miðaldra konum, þó að stutt sé í dramað.

„Það er mjög fræðandi og mikil skemmtun að vera með mörgum konum á sjötugsaldri í útlöndum samfellt í marga daga. Miðaldra konur eru frábærar og mjög ólíkar mér. Þær hlusta þolinmóðar og klappa manni á kollinn eins og barni en maður skynjar samt fljótlega að maður ræður engu. En það er enginn skortur á drama þegar svona margar konur eru saman og mér líður stundum eins og ég sé í raunveruleikaþætti á eyðieyju þar sem er engin undankomuleið. Maður verður smátt og smátt ein af konunum. Ég geng hér undir nafninu Binni Glee, sem mun vera þekktur áhrifavaldur og raunveruleikaþáttastjarna.“ 

Dramað í ferðinni blikni þó í samanburðið við það sem Gunnar Smári greindi frá í gær, er hann sagðist hafa orðið fyrir barðinu á hatursorðræðu, fengið yfir sig hótanir og eignaspjöll framin á húsnæði Sósíalistaflokksins.

Sjá einnig: Gunnari Smára hótað vopnuðu ofbeldi og rúður brotnar í húsnæði Sósíalista – „Viva Bjarni Ben!“

„Dramað hér á Írlandi er samt ekki eins magnað og hjá vini mínum Gunnari Smára, sem er núna orðinn fórnarlamb hatursorðræðu. Hann rekur samt sjálfur síðu hér á fésbókinni sem er nánast ein samfelld haturorðræða. Þetta hljómar eins og að síbrotamaður kvarti yfir því að einhver hafi stolið af honum einni krónu. Þegar ég var ungur og las gamla Þjóðviljann kvörtuðu sósíalistarnir gjarnan yfir hatursorðræðu þeirra sem bentu á hversu mikil ógn sósíalisminn væri við líf, heilsu og velferð fóks. Ef það er einhver huggun fyrir Gunnar Smára þá hefur Bjarni Ben örugglega þurft að þola meiri hatursumræða og. hótanir en hann. Meira að segja ég þarf að þola margt í þessum efnum og ekki væli ég yfir því þótt ég væli oft.“

Brynjar segir að lokum að sama hvað Gunnar Smári segi þá sé ekki hægt að tala um að sósíalisti í dag sé ótengdur eldri sósíalískum hreyfingum í heiminum sem ófagrar sögur fari af. Sannað sé að hugmyndafræðin gangi ekki upp.

„Að lokum vil ég segja við þig Gunnar Smári að sósíalisminn í dag verður ekki skárri en sá gamli. Í hugmyndafræðinni er innbyggður fasismi eins og sagan kennir okkur. Þetta er gjaldþrota hugmyndafræði og hún færir engum réttlæti og velferð. Þú ert eins og bissnessmaður sem kaupir þrotabú og reynir að sela áfram ónýtu vöruna. Þú mátt kalla þennan sannleika hatursorðræðu mín vegna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“