fbpx
Föstudagur 30.september 2022
Eyjan

Leonard-fjölskyldan leigir út lúxusbústað – Nóttin kostar hálfa milljón en morgunverður ekki innifalinn

Eyjan
Laugardaginn 23. júlí 2022 08:15

Hafrahlíð við Berufjarðarvatn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leonard-fjölskyldan, hjónin Arnþór Sævar Jónsson og Helga Daníelsdóttir og dætur þeirra, hefur hafið útleigu til ferðamanna á glæsilegum bústað sínum við Berufjarðarvatn, sem er um 48 kílómetra frá Búðardal. Bústaðurinn, sem nefnist Hafrahlíð, var skráður á bókunarsíðuna Booking.com í byrjun sumars.

Eins og myndirnar bera með sér er um tilkomumikla eign er að ræða en bústaðurinn var byggður árið 2019 og er um 240 fermetrar að stærð.

Athygli vekur að verðið er í hærra lagi en hver nótt kostar minnst 3.600 dollara, tæplega 500 þúsund krónur, en þá er miðað við fjóra gesti. Verðið er 4.500 dollarar eða um 620 þúsund krónur ef gestirnir eru átta talsins. Morgunverður er þó ekki innifalinn í þessu verði. Hægt er að panta hann sérstaklega fyrir 46 dollara, rúmar 6 þúsund krónur og er val um hefðbundinn dögurð eða vegan útgáfu.

Alls hýsir húsið átta gesti, eins og áður segir, í fjórum svefnherbergjum en hverju svefnherbergi fylgir baðherbergi. Þá er í bússtaðnum fullbúið eldhús, flatskjár með úrvali sjónvarpsstöðva, borðstofa og síðan stór verönd þar sem gestir geta notið útsýnis yfir Berufjarðarvatn.

Arnþór Sævar keypti landið árið 2006 ásamt viðskiptafélaga sínum, Ólafi Hauki Jónssyni en fyrirtækið Ellur ehf. eignaðist jörðina árið 2013 en sama félag er í dag skráð sem eigandi Leonard ehf – rekstrarfélags samnefndrar netverslunar.

Ellur ehf. er í eigu svissneska fyrirtækisins Hamar Inc. SA og er stjórnarformaður þess Heinz Peter Derendinger. Samkvæmt Fyrirtækjaskrá er félagið í endanlegri eigu systranna Gabríelu Rut Sævarsdóttur, Daníelu Söra Sævarsdóttur og Ísabellu Erna Sævarsdóttur, dætra Arnþórs Sævars og Helgu Daníelsdóttur.

Arnþór Sævar stofnaði verslunina Leonard árið 1991 og rak í tæpa tvo áratugi þar til hann var lýstur gjaldþrota árið 2010. Hann var dæmdur í eins árs fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundna, árið 2015. Hann var sakfelldur fyrir að hafa komið fasteign á Flórída undan með því að framselja hana svissnensku félagi þar sem hann var stjórnarformaður. Þannig gátu lánardrottnar hans ekki gengið að fasteigninni.

Hér má skoða Hafrahlíð á Booking.com

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir ásökun Tómasar byggða á misskilningi – „Misskilningi sem þarf að leiðrétta“

Segir ásökun Tómasar byggða á misskilningi – „Misskilningi sem þarf að leiðrétta“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sakar Þjóðskrá um að hafa gripið fram fyrir hendur byggingarfulltrúa við gerð fasteignamats 2023

Sakar Þjóðskrá um að hafa gripið fram fyrir hendur byggingarfulltrúa við gerð fasteignamats 2023
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Lýsir yfir sigri í ítölsku þingkosningunum – Giorgia Meloni væntanlega nýr forsætisráðherra

Lýsir yfir sigri í ítölsku þingkosningunum – Giorgia Meloni væntanlega nýr forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ásdís segir grein stjórnarandstæðings sé ekki til sóma – „Segja rétt frá í stað þess snúa sannleikanum á hvolf“

Ásdís segir grein stjórnarandstæðings sé ekki til sóma – „Segja rétt frá í stað þess snúa sannleikanum á hvolf“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Fjárlög vinstristjórnar og broguð stjórnmál

Björn Jón skrifar: Fjárlög vinstristjórnar og broguð stjórnmál