fbpx
Föstudagur 21.janúar 2022
Eyjan

ESB ætlar að breyta reglum um móttöku hælisleitenda

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 4. desember 2021 13:00

Flóttamenn á landamærum Grikklands og Tyrklands. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framkvæmdastjórn ESB leggur til að aðildarríki ESB fái lengri tíma, en nú er miðað við, til að skrá umsóknir hælisleitenda og á meðan á því ferli stendur megi halda hælisleitendum í sérstökum búðum.

Þetta eru viðbrögð Framkvæmdastjórnarinnar við miklum straumi flóttamanna frá Hvíta-Rússlandi en Pólland og Litháen hafa mánuðum saman þrýst á um endurbætur á lagaumhverfinu til að geta betur tekið á málum hælisleitenda.

Tillögur Framkvæmdastjórnarinnar gera aðildarríkjunum kleift að vera „sveigjanleg“ hvað varðar meðferð hælisumsókna. Tillögurnar eru sagðar vera hugsaðar til bráðabirgða.

Samkvæmt þeim munu aðildarríkin fá allt að fjórar vikur til að skrá hælisumsóknir en í dag verður skráningu að ljúka innan þriggja daga. Á meðan umsóknirnar eru til afgreiðslu má vista hælisleitendur í sérstökum flóttamannamiðstöðvum sem þeir mega ekki yfirgefa.

Tillagan leggur í raun blessun yfir umdeildar aðferðir Pólverja og Litháa en þeir hafa vistað hælisleitendur í sérstökum flóttamannabúðum. Í raun svarar það til þess að fólkinu sé haldið í fangelsi en litháenska þingið hefur samþykkt lög sem heimila að hælisleitendur séu vistaðir í slíkum búðum í allt að sex mánuði. Mörg mannréttindasamtök hafa gagnrýnt þetta.

Framkvæmdastjórnin hefur einnig í hyggju að einfalda og flýta ferlinu í tengslum við brottflutning þeirra hælisleitenda sem fá ekki hæli.

Með þessum breytingum verður auðveldara fyrir aðildarríki ESB að glíma við stórar bylgjur flóttamanna eins og í sumar og um leið eru þau skilaboð send til flóttafólks að það sé orðið erfiðara að fá aðgang að ríkjum ESB.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Björn gagnrýnir Sjálfstæðisflokkinn fyrir óvissu í framboðsmálum – „Opinberlega heyrist hvorki hósti né stuna frá stjórn Varðar“

Björn gagnrýnir Sjálfstæðisflokkinn fyrir óvissu í framboðsmálum – „Opinberlega heyrist hvorki hósti né stuna frá stjórn Varðar“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ármann kveður bæjarstjórnarpólitíkina

Ármann kveður bæjarstjórnarpólitíkina
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Lækna-Tómas sendir Þórdísi væna pillu – „Orðalag spurninga hennar er stundum vart hægt að túlka öðruvísi“

Lækna-Tómas sendir Þórdísi væna pillu – „Orðalag spurninga hennar er stundum vart hægt að túlka öðruvísi“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hótanir Pútín hafa öfug áhrif – Ýta Svíum og Finnland nær NATO

Hótanir Pútín hafa öfug áhrif – Ýta Svíum og Finnland nær NATO
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Enn vinda mál Borisar partíljóns upp á sig – Partí kvöldið fyrir útför drottningarmannsins

Enn vinda mál Borisar partíljóns upp á sig – Partí kvöldið fyrir útför drottningarmannsins
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Verið hrædd og búið ykkur undir það versta“ – Öflug netárás á Úkraínu

„Verið hrædd og búið ykkur undir það versta“ – Öflug netárás á Úkraínu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fordæma hatur og rasisma í garð Lenyu Rúnar – „Má ekki viðgangast átölulaust“

Fordæma hatur og rasisma í garð Lenyu Rúnar – „Má ekki viðgangast átölulaust“
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Núna er hluti af íslensku sálinni geymdur í lokaðri geymslu í Kaupmannahöfn“ segir Lilja

„Núna er hluti af íslensku sálinni geymdur í lokaðri geymslu í Kaupmannahöfn“ segir Lilja