fbpx
Fimmtudagur 26.maí 2022
Eyjan

Jón Steinar segir valdsæknum stjórnarherrum að hætta þessu og það strax

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 27. desember 2021 09:00

Jón Steinar Gunnlaugsson. Mynd/ERNIR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrum hæstaréttardómari, skrifar grein í Morgunblaðið í dag þar sem hann fjallar um sóttvarnaaðgerðir yfirvalda vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Ljóst er að Jón Steinar er orðinn þreyttur á þessum aðgerðum og telur þær ganga miklu lengra en þörf er á. Grein hans ber fyrirsögnina: „Hættið þessu.“

„Ráðstafanir íslenskra stjórnvalda í tilefni af covid-veirunni hafa nú gengið úr öllu hófi,“ segir Jón og bendir á að langflestir landsmenn hafi látið sprauta sig gegn veirunni og þar af langflestir með þremur sprautum. „Yfirgnæfandi meirihluti manna er kominn í skjól á þann hátt að jafnvel þeim sem hafa smitast af veirunni stafar ekki hætta af henni,“ segir hann og bætir við að rúmlega 95% þeirra sem smitist fái engin eða bara smávægileg einkenni. „Þeir sem eftir standa veikjast lítillega en nær enginn alvarlega,“ segir hann og vitnar í upplýsingar um þetta sem Morgunblaðið birti á Þorláksmessu.

Hann segir að þrátt fyrir þessar staðreyndir séu landsmenn beittir frelsisskerðingum til að koma í veg fyrir að smit berist á milli fólks. „Hafi einstakur maður verið í návist annars, sem ber veiruna með sér, er sá fyrrnefndi settur í sóttkví og bannað að umgangast annað fólk um tiltekinn tíma. Hann er mældur fyrir smiti í upphafi og við lok sóttkvíar, sem stendur í 5-14 sólarhringa. Það er því ekki skilyrði fyrir því að verða beittur ofbeldinu að hafa smitast af veirunni. Nóg er að hafa komið nálægt einhverjum sem hefur smitast. Þetta er sagt gert til að hindra útbreiðslu veirunnar,“ segir Jón.

Hann segir að þessi stjórntök á þjóðinni séu fyrir neðan allar hellur að hans dómi og sé orðskrúði og áskorunum beint til almennings um að sýna samstöðu til að heilaþvo þjóðina. Það sama sé uppi á teningnum í öðrum löndum. Þeir sem ráði þessu virðist ekki hafa neinar áhyggjur af að ráðstafanir þeirra valdi miklu tjóni „. . .  meðal annars hjá stórum hópi manna, sem þurfa að sæta fjöldatakmörkunum á viðskiptavinum og er í ofanálag bannað að halda fyrirtækjum sínum opnum nema afar takmarkaðan tíma á degi hverjum, nema þeim sé þá skipað að loka alveg.“

Jón segir einnig merki á lofti um að áfengissala til heimila hafi aukist mikið síðustu tvö árin, heimilisofbeldi hafi aukist og kvíði sé orðinn útbreiddari hjá viðkvæmi fólki. Margir hafi veigrað sér við að leita til læknis vegna ástandsins og aðrir sjúkdómar en COVID hafi fengið að grassera ómeðhöndlaðir.

Hann lýkur síðan máli sínu á að segja: „Það er auðvitað furðulegt að beita þvingunum til að forðast smit á sjúkdómi sem er svo til hættur að valda skaða og kallar ekki á önnur úrræði en aðrir sjúkdómar, þ.e. aðstoð lækna. Aðgerðirnar fela auk annars í sér alvarleg frávik frá meginreglunni um frelsi fólks og ábyrgð á sjálfu sér sem verður að teljast grunnregla í samfélagi okkar. Svo ég segi bara við þessa valdsæknu stjórnarherra: hættið þessu, og það strax.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi borgarstjóri tjáir sig um meirihlutaviðræður í vísuformi

Fyrrverandi borgarstjóri tjáir sig um meirihlutaviðræður í vísuformi
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Formlegar viðræður hafnar í borginni – Segja að áherslan verði á málefnin, ekki borgarstjórastólinn

Formlegar viðræður hafnar í borginni – Segja að áherslan verði á málefnin, ekki borgarstjórastólinn
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hildur Björns rýfur þögnina – Gefur lítið fyrir klækjastjórnmál „þrjóskubandalagsins“ og segir Framsóknarflokkinn eiga aðra kosti

Hildur Björns rýfur þögnina – Gefur lítið fyrir klækjastjórnmál „þrjóskubandalagsins“ og segir Framsóknarflokkinn eiga aðra kosti
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jóhann Páll: „Bæði siðferðilegt og efnahagslegt glapræði“

Jóhann Páll: „Bæði siðferðilegt og efnahagslegt glapræði“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Farið að lengja eftir ákvörðun Framsóknarmanna um meirihlutaviðræður í borginni

Farið að lengja eftir ákvörðun Framsóknarmanna um meirihlutaviðræður í borginni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni – Vinnustaðasálfræðingi tókst ekki að laga óeiningu innan Samfylkingarinnar

Orðið á götunni – Vinnustaðasálfræðingi tókst ekki að laga óeiningu innan Samfylkingarinnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsóknarmenn sagðir vera að meta bestu stöðuna í Reykjavík – Einar hefur rætt við nokkra oddvita

Framsóknarmenn sagðir vera að meta bestu stöðuna í Reykjavík – Einar hefur rætt við nokkra oddvita
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segja tíma kominn á félagshyggjustjórn í borginni – „Hægri flokkarnir töpuðu í kosningunum“

Segja tíma kominn á félagshyggjustjórn í borginni – „Hægri flokkarnir töpuðu í kosningunum“