fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Angela Merkel er hætt í stjórnmálum – Hvað fer hún nú að gera?

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 12. desember 2021 12:00

Angela Merkel hefur nú látið af embætti kanslara.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Angela Merkel lét af embætti kanslara Þýskalands í síðustu viku eftir að hafa gegnt því í 16 ár. Kanslari Þýskalands er oft sagður valdamesti stjórnmálamaðurinn í Evrópu enda er Þýskaland mesta efnahagsveldi álfurnar og áhrif landsins eru mikil, bæði innan ESB og utan. En nú vaknar spurningin um hvað Merkel ætlar að taka sér fyrir hendur? Varla ætlar hún að sitja auðum höndum.

Merkel hefur sagt að hún sé ekki með neitt sérstakt á prjónunum en það er varla raunhæft að ætla að hún ætli sér að leggjast í algjöra leti og lesa bækur næstu árin, að minnsta kosti ekki eingöngu. Síðustu 16 árin hefur hún sótt ótal fundi innanlands og utan, stýrt stjórnarmyndunarviðræðum og rætt við hina ýmsu þjóðarleiðtoga.

The Guardian segir að nýlega hafi komið fram upplýsingar um að Merkel verði með skrifstofu í miðborg Berlínar og í viðtölum hefur hún gefið í skyn að heimsbyggðin hafi kannski ekki séð það síðasta af henni.

Hún ætlar sér að halda sig algjörlega til hlés næstu mánuði að sögn Steffen Seibert, talsmanns hennar. Hún sagði flokkssystkinum sínum að hún verði til taks ef spurningar vakna en hún muni ekki veita nein ráð á opinberum vettvangi.

Hún hefur vísað á bug fréttum um að hún ætli sér að snúa sér aftur að vísindarannsóknum en eiginmaður hennar, Joachim, vinnur við rannsóknir á skammtafræði við Humboldt háskólann í Berlín.

Vitað er að hún ætlar að búa áfram í Berlín en orðrómur hafði verið uppi um að hún ætlaði að flytja til Hamborgar og að hún hefði keypt íbúð þar.

Samkvæmt skjölum, sem þýskir fjölmiðlar hafa komist yfir, þá bað Merkel um að skrifstofa hennar verði við Unter den Linden í Berlín og að þar verði níu starfsmenn. Tveir skrifstofustjórar, tveir sérfræðingar, þrír ritarar og tveir bílstjórar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus