fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Ný vísindanefnd hefur ekki getað hafið störf – Óstarfhæf í tvö ár

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 10. desember 2021 09:00

Stjórnarráðið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá því að nefnd um vandaða starfshætti í vísindum var skipuð fyrir tveimur árum hefur hún verið óstarfhæf. Hún hefur ekki getað tekið til starfa. Ástæðan er að hún hefur flækst á milli ráðuneyta og þeim flækingi er ekki enn lokið.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. „Þetta er eiginlega mjög bagaleg staða og að þetta mál komi upp núna sýnir þörfina á að koma starfi hennar í gang,“ er haft eftir Sigurði Kristinssyni, prófessor í heimspeki og formanni nefndarinnar.

Hún á meðal annars að hafa eftirlit með að siðferðileg viðmið séu í heiðri höfð í starfi vísindamanna. Bergsveinn Birgisson, rithöfundur og fræðimaður, hefur sent kvörtun til nefndarinnar vegna meints ritstuldar Ásgeirs Jónssonar, seðlabankastjóra.

Forsætisráðherra skipaði nefndina í desember 2019 en skömmu síðar var hún færð undir menntamálaráðuneytið. Nú stefnir í að hún veðri færð undir nýtt ráðuneyti vísinda og nýsköpunar.

„Þegar menntamálaráðuneytið tók við nefndinni og farið var að reikna út hvað starfið muni kosta kom í ljós að það er mun meira en upphaflega var áætlað,“ er haft eftir Sigurði sem vísaði einnig til hinna nýju laga og segir að nefndinni sé ætlað mikið starf, sérstaklega í upphafi. Það þurfi að safna upplýsingum og móta verkferla, meðal annars til að nefndin geti tekið við erindum. Ekki hafi verið gert ráð fyrir neinum kostnaði við nefndina nema ferðakostnaði. „Svo veit ég ekki betur en það hafi verið þrýst á þetta í fjárlagagerð síðan, en ekkert fé komið í þetta enn og ekki heldur í fjárlagagerð fyrir næsta ár,“ sagði Sigurður.

Hann sagðist vera búinn að fá kvörtun Bergsveins og hafi skýrt honum frá að hún verði tekin til skoðunar um leið og nefndin geti tekið til starfa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega