fbpx
Laugardagur 04.desember 2021
Eyjan

Bendir á að allur Garðabær og Þingvellir séu kirkjujarðir – „Tónlistarlífið í landinu væri á allt öðrum og verri stað ef ekki væri fyrir kirkjurnar“

Eyjan
Föstudaginn 12. nóvember 2021 15:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Biskupsritari, Pétur G. Markan, bendir á gögn um kirkjujarðirnar sem svokallað kirkjugarðasamkomulag fjallar um, hafi alltaf legið fyrir, þvert á það sem haldið hefur verið fram undanfarin ár.

Sjá einnig: Segir þetta vera „óhagstæðustu samninga Íslandssögunnar“ – Ríkið borgar rúmlega 100 milljarða fyrir jarðir metnar á 7 milljarða

Pétur skrifar um þetta í grein sem birtist hjá Vísi sem svar við grein Siggeirs F. Ævarssonar, framkvæmdastjóra Siðmenntar, þar sem kirkjujarðasamkomulagið var kallað „óhagstæðustu samningar Íslandssögunnar“ og rakti að langan tíma hafi tekið að fá upplýsingar um hvaða jarðir samkomulagið fjalli um og hvert virði þeirra sé í dag – en þær upplýsingar hafi nýlega borist Birni Leví Gunnarssyni, þingmanni Pírata, og reyndist virði þeirra vera um 7 milljarðar. Ríkið hafi þó þegar greitt 60 milljarða fyrir jarðirnar á grundvelli samkomulagsins og muni enda með að greiða alls um 100 milljarða þegar uppi er staðið.

Pétur furðar sig á þessari yfirferð Siggeirs þar sem upplýsingarnar hafi legið fyrir í um þrjátíu ár.

„Siggeir og Björn Leví fjalla um kirkjujarðasamkomulagið og efast um að upplýsingar liggi fyrir. Til dæmis er haft eftir Siggeiri að þingmenn hafi í gegnum árin: „…reynt að fá upplýsingar um þessar kirkjujarðir…“

Þessar upplýsingar liggja fyrir.“

Pétur deilir svo tveimur vefslóðum þar sem finna má upplýsingar um kirkjujarðirnar og bendir á að í seinna skjalinu megi finna upptalningar á jörðunum öllum frá tímabilinu 1597-1984. Umrædd gögn voru tekin saman að fyrirmælum Friðjóns Þórðarsonar, þáverandi dóms- og kirkjumálaráðherra sem skipaði árið 1982 nefnd til að „gera könnun á því, hverjar kirkjueignir hafi verið frá fyrri tíð og til þessa dags, hver staða þeirra hafi verið að lögum og hvernig háttað hafi verið ráðstöfun á þeim.“

Álitsgerð Kirkjueignanefndar – fyrri hluti 1984 (kirkjan.is)

Kirkjueignir_a_Islandi_1597_1984_skrar.pdf (kirkjan.is)

Pétur bendir á að þessar jarðir séu á sjöunda hundraði og megi segja að þetta séu allar jarðir á landinu þar sem nú megi finna þéttbýli.

„Jarðirnar eru yfir sex hundruð talsins. Ein þeirra er landið allt sem byggir nú Garðabæ, önnur er Þingvellir.

Það má segja að jarðirnar sem eru á sjöunda hundraðið, séu allar jarðir á landinu sem nú eru byggðar þéttbýlisstöðum. Nánast allar þeirra og auðvitað fleiri til, voru sem sagt í eigu kirkjunnar.“

Engin ágreiningur ríki um að jarðirnar hafi verið í eigu kirkjunnar og ríkið tekið þær yfir og kirkjujarðasamkomulagið fjalli einmitt um endurgjald ríkisins til kirkjunnar út af þeirri eignatilfærslu.

„Það endurgjald hefur frá árinu 1998 verið nýtt til greiðslu prestsþjónustunnar í landinu.

Þeir félagar velta fyrir sér hvort þetta séu: „… óhagstæðustu samningar Íslandssögunnar…“, en þeirri spurningu hefur einnig verið velt upp innan kirkjunnar, hvort þetta séu ekki einmitt mjög óhagstæðir samningar fyrir kirkjuna.“

Pétur bendir jafnframt á að svo séu sóknargjöldin annar handleggur, en Siðmennt, líkt og kirkjan, fái líka greidd sóknargjöld og fái því að finna fyrir því eins og kirkjan að ríkið hafi skorið gjöldin niður.

„Þess má geta að í nokkur ár hefur félagið Siðmennt þegið „sóknargjöld“ frá ríkinu, í takt við þann fjölda félagsmanna sem tilheyrir Siðmennt. Það þýðir að Siggeir, sem framkvæmdastjóri Siðmenntar er þá að líkindum launaður með fjármagni beint úr ríkissjóði.“

Pétur bendir að lokum á það fjölbreytta starf sem kirkjan sinnir í samfélaginu.

„Í kirkjum landsins er unnið mikið líknarstarf, sálgæsluþjónusta veitt, barna- og æskulýðsstarf unnið sem og eldriborgarastarf. Tónlistarlífið í landinu væri á allt öðrum og verri stað ef ekki væri fyrir kirkjurnar, sem eru víðast hvar syngjandi af fólki á öllum aldri. Samstarf á þjóðkirkjan í nærumhverfi sínu. Prestar og djáknar vitja þjónustukjarna, leiða reglulegar helgistundir, koma að dánarbeðum á öllum tímum sólarhrings og eru vettvangur þess að við öll berum hvert annað á bænarörmum. Slíkt er öllum dýrmætt sem taka þátt, slíkt eykur félagsauðinn í samfélaginu öllu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

„Ef að þið hafið reynslu af þessum furðu-hryllingi getiði þá upplýst mig um hvenær í guðs nafni ég get hætt?“

„Ef að þið hafið reynslu af þessum furðu-hryllingi getiði þá upplýst mig um hvenær í guðs nafni ég get hætt?“
Eyjan
Í gær

Guðni gerir upp fortíðina – Halldór var á móti honum – „Formaðurinn vildi mig ekki sem ráðherra“

Guðni gerir upp fortíðina – Halldór var á móti honum – „Formaðurinn vildi mig ekki sem ráðherra“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Verkalýðs-Villi svarar Lækna-Tómasi og kemur stóriðjunni til varnar – „Nei fjandakornið“

Verkalýðs-Villi svarar Lækna-Tómasi og kemur stóriðjunni til varnar – „Nei fjandakornið“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Sögulegar sættir í Samfylkingunni – Heiða Björg fékk að fara líka til Mexíkó

Orðið á götunni: Sögulegar sættir í Samfylkingunni – Heiða Björg fékk að fara líka til Mexíkó
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orri Páll verður formaður þingflokks VG

Orri Páll verður formaður þingflokks VG
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Yfirlýsing Landverndar vegna stjórnarsáttmála – Fagna áformum nýrrar ríkisstjórnar

Yfirlýsing Landverndar vegna stjórnarsáttmála – Fagna áformum nýrrar ríkisstjórnar