fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Vonsvikinn Brynjar segir útilokun Ingólfs siðlausa – „Þessi bylting mun éta börnin sín eins og svo margar aðrar“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 8. júlí 2021 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er vegið að fólki úr launsátri með nafnlausum frásögnum um ámælisverða hegðun í nafni einhverrar byltingar með kröfu um að viðkomandi verði útilokaður sem mest úr samfélaginu.“

Þetta skrifar þingmaður Sjálfstæðisflokks Brynjar Níelsson í færslu á Facebook og þarf ekki að spyrja að því til hvers hann meinar. Það mun vera mál Ingólfs Þórarinssonar, Ingó Veðurguðs, sem í vikunni var afbókaður úr brekkusöng Þjóðhátíðar eftir að Þjóðhátíðarnefnd bárust undirskriftir rúmlega hundrað kvenna sem settu út á að „meintur kynferðisbrotamaður“ væri fenginn í verkið.

Í kjölfarið birti aðgerðarhópurinn Öfgar á TikTok tugi frásagna kvenna um meinta ámælisverða hegðun þekkts tónlistarmanns og voru sögurnar í framhaldinu tengdar nafni Ingólfs.

Málið hefur verið áberandi í umræðunni síðustu daga og vakið upp áleitnar spurningar, bæði um stöðu kynferðisbrotamála í íslensku samfélagi og dómskerfi sem og varðandi útilokunarmenningu á netinu. Málið kemur einnig í framhaldi af umræðu um meint brot tónlistarmannsins Auðuns Lútherssonar og fjölmiðlamannsins Sölva Tryggvasonar, en þeir tveir hafa lítið látið fara fyrir sér síðan umræðan um þá komst í hámæli og báðir orðið af atvinnu vegna hennar.

„Í samfélagi manna kemst enginn í gegnum lífið án þess að lenda í mótlæti,“ skrifar Brynjar og heldur áfram: „Má segja að það sé hluti af lífinu þótt krafa um annað sé uppi í dag. Á langri ævi hefur fólk misboðið mér með háttsemi eða öðrum og ég er ekki saklaus frekar en aðrir í þeim efnum.“

Brynjar segir að í siðuðu samfélagi séu slíkar uppákomur ræddar og í kjölfarið leystar með afsökunarbeiðni ef tilefni er til slíks. Í þeim tilfellum þar sem um refsiverða háttsemi er að ræða, einkum alvarleg, þá sé slík háttsemi kærð til lögreglu og fari málið svo eðlilega leið í gegnum réttarkerfið þar sem ákærði fær réttláta málsmeðferð og tækifæri til að verja sig.

Brynjar segir aðra aðferðarfræði orðna vinsæla á Íslandi í dag. Það sé útilokunarmenningin.

„Nú um stundir er vinsælt að fara aðrar leiðir. Það er vegið að fólki úr launsátri með nafnlausum frásögnum um ámælisverða hegðun í nafni einhverrar byltingar með kröfu um að viðkomandi verði útilokaður sem mest úr samfélaginu.“

Brynjar telur þessa aðferð siðlausa og að hún ógni réttarríkinu.

„Mér finnst þetta siðlaus aðferð og veruleg ógn við réttarríkið. Ég hef orðið fyrir miklum vonbrigðum með að sjá stjórnmálamenn og fjölmiðlamenn réttlæta þessa aðferð og að atvinnulífið skuli taka þátt í þessari útilokunarmenningu. Þessi bylting mun éta börnin sín eins og svo margar aðrar.“

Brynjar segist ekkert hafa á móti því að bæta samskipti og framkomu manna við hvern annan. En þetta sé ekki rétta leiðin til þess.

„Ég geri enga athugasemd við það að við reynum að bæta samskipti okkar í milli og sýnum hvort öðru tilhlýðilega hegðun. Sennilega full þörf á því. En þetta er ekki rétta aðferðin.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt