fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Brynjar sér ekkert athugavert við aðferðir Samherja – „Ömurlegur leðjuslagur milli blaðamanna og Samherja“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 26. maí 2021 21:00

Skjáskot Kastljós

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, og Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, líta ólíkum augum á þau mál sem hafa verið í fréttum undanfarið og snerta sjávarútvegsfyrirtækið Samherja. Stundin og Kjarninn hafa undanfarið birt fréttir sem byggðar eru á persónulegum gögnum, sem virðist hafa verið aflað úr síma Samherja-skipstjórans Páls Steingrímssonar, og sýna ráðagerðir Páls og ráðgjafa fyrirtækisins, umfram allt Þorbjörns Þórðarsonar, um að koma höggi á tiltekna blaðamenn, sem og að hlutast til um prófkjör Sjálfstæðismanna og hafa áhrif á formannskjör í Blaðamannafélagi Íslands.

Þórður og Brynjar ræddu þetta í Kastljósi í kvöld.

Þórður Snær telur aðferðir þessarar „skæruliðadeildar“ Samherja vera hættulega lýðræðinu. Því var Brynjar ekki sammála. Brynjar segir að margir upplifi að það sem í gangi hafi verið undanfarið sé „ömurlegur leðjuslagur milli Samherja og blaðamanna,“ eins og Brynjar orðaði það. Sagðist Brynjar aðspurður ekki sjá neitt aðfinnsluvert við aðferðir Samherja. „Hver hefur ekki áhuga á framboðsmálum Sjálfstæðisflokksins? Þetta á ekkert erindi til almennings, hvaða skoðun einhver starfsmaður Samherja hefur á því hver eigi að vera formaður Blaðamannafélagsins.“

Þessu var Þórður Snær algjörlega ósammála. „Við teljum sannarlega að þetta eigi erindi til almenning, annars hefðum við ekki unnið fréttir upp úr þessum skjölum. Þetta eru gögn sem sýna að starfsmenn og ráðgjafar Samherja, í samvinnu við stjórnendur, eru að safna gögnum um fólk, jafnvel taka af því ljósmyndir,“ sagði Þórður Snær. Hann sagði ekki vera hægt að stilla upp Samherja annars vegar og blaðamönnum hins vegar sem andstæðingum. „Blaðamennska er fag og þeir sem starfa í því starfa eftir faglegum gildum, segja satt og og rétt frá og upplýsa almenning um það sem á erindi til hans.“

Brynjar benti á að Samherji væri sinn eigin fjölmiðill og hann sæi ekki mikinn mun á aðferðum „skrímsladeildarinnar“ og aðferðum blaðamanna. „Þeir treysta ekki þessum fjölmiðlamönnum og líta á að þeir séu í aðför gegn sér og þeir koma bara með sín vídeó og sinn fréttaflutning – það sama og blaðamenn gera.“

Þórður Snær og Einar Þorsteinsson, stjórnandi Kastljóss, benti Brynjari á að Samherji væri ekki fjölmiðill og fyrirtækið væri undir sakamálarannsókn.

„Við erum öll blaðamenn í dag,“ sagði þá Brynjar og taldi fjölmiðla ekki hafa einkarétt á miðlun frétta. Þórður Snær benti þá á að blaðamennska væri ekki til þess að ná sér niður á einhverju fólki og að blaðamenn hefðu sjálfir engra hagsmuna að gæta í þeim spillingarmálums sem væru til umfjöllunar og tengjast Samherja. Það hefði Samherji aftur á móti.

Brynjar benti þá á að sumir fjölmiðlar væru bara vettvangur fyrir ákveðna pólitík og menn notuðu fjölmiðilinn sem vettvang í sinni pólitískri baráttu. Hann hefði varðandi umfjöllun um mál Samherja hvatt fjölmiðlamenn og aðra til að bíða með að kveða upp dóma og láta dómskerfið vinna sína vinnu. Margir fjölmiðlamenn hefðu hins vegar tekið afstöðu og kveðið upp dóma í þessum málum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Í gær

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun