fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

ASÍ mótmælir bankasölunni – „Ákall um sölu banka kemur ekki frá almenningi“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 20. janúar 2021 15:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ákall um sölu á banka kemur ekki frá almenningi sem að miklum meirihluta er mótfallinn slíkri sölu og jákvæður í garð ríkisins sem eiganda banka,“ segir í ályktun sem miðstjórn ASÍ hefur sent frá sér vegna áforma ríkisstjórnarinnar um að selja fjórðungshlut í Íslabndsbanka. Áformin eru mjög umdeild en ríkisstjórnin vill losa um fjármagn vegna mikillar skuldasöfnunar í Covid-kreppunni. Andstæðingar sölunnar telja margir óheppilegt að selja eigur ríkisins í kreppu. Aðrir telja yfirleitt óheppilegt að ríkið standi í bankarekstri.

Ályktun ASÍ er eftirfarandi:

„Ályktun miðstjórnar Alþýðusambandsins um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka

Miðstjórn Alþýðusambands Íslands mótmælir harðlega áformum um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka við þær óvissuaðstæður sem eru uppi. Miðstjórn ASÍ gagnrýnir þann flýti sem einkennir ferlið og telur ekki hafa verið færðar fram fullnægjandi röksemdir fyrir sölunni. Mikilvægt er að ríkið, fyrir hönd almennings, sé með aðkomu að fjármálamarkaði og haldi uppi samfélagslegum sjónarmiðum við endurreisn efnahagslífsins. Sérstaklega þarf að gæta að hagsmunum lántakenda sem margir ganga í gegnum tímabundna erfiðleika vegna COVID-kreppunnar. Einnig leikur vafi á hversu stóran hlut ríkið ætlar sér að selja og stjórnvöld hafa ekki útskýrt hvað þau telja ásættanlegt verð.

Sérfræðingahópur verkalýðshreyfingarinnar um efnahagsleg áhrif COVID-faraldursins birti föstudaginn 15. janúar 2021 greinargerð um áformaða sölu Íslandsbanka. Niðurstaða hópsins var að röksemdir skorti fyrir þeirri ákvörðun að hefja sölu bankans nú. Óvíst sé hvort salan myndi auka samkeppni á fjármálamarkaði og núverandi tímapunktur sé ekki ákjósanlegur í ljósi efnahagslegrar óvissu.

Miðstjórn ASÍ hafnar því að selja þurfi hlut ríkisins til að bæta stöðu ríkissjóðs eða fjármagna fjárfestingar í samfélagslegum innviðum. Nýlegar skattalækkanir á fjármagnseigendur benda ekki til þess að ríkisstjórnin hafi þungar áhyggjur af afkomu ríkissjóðs. Ákall um sölu á banka kemur ekki frá almenningi sem að miklum meirihluta er mótfallinn slíkri sölu og jákvæður í garð ríkisins sem eiganda banka.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus